Skírnir - 01.01.1889, Síða 60
62
RÚSSLAND.
zollernættinni og rammþýzkur, orðið að láta vini Rússa skipa
ráðaneyti. í Búlgariu heldur reyndar StambúlofF enn þá stjórn
Ferdínands af Kóburg uppi, en Grikkir eru, eins og þeir hafa
lengi verið, vinir Rússa og Tyrki hafa Rússar í vasanum meðan
þeir hafa ekki borgað skuldirnar frá ófriðnum 1877—78, því
þeir hóta þá og þegar að taka eitthvert fylki sem veð fyrir fénu,
ef Soldán borgar ekki það sem tiltekið er árlega.
í fylkjunum við Eystrasalt býr fjöldi þjóðverja og háskól-
inn i Dorpat á Liflandi er að mestu leyti þýzkur. Verzlunin
í Riga, Libau og öðrum bæum við Eystrasalt er í höndum
þjóðverja og þeir vaða uppi, því að Rússar i þessum héruðum
eru fátækir, þó þeir séu miklu fjölmennari. Nú er hin rússn-
eska stjórn farin að þröngva kostum þjóðverja á ýmsa vegu.
Við háskólann verður að kenna á rússnesku. Hinir þýzku,
lútersku prestar eru reknir burt, ef þeir ekki hlýða hinni rétt-
trúuðu rússnesku kirkju o. s. frv. þjóðverjar kvarta sáran, en
dönsku blöðin segja, eins og satt er, að þeir skuli lita nær
sér og fara betur með Dani i Norður-Slésvík, en Rússar fara
með þjóðverja við Eystrasalt.
Tolstoj (sjá Skírni 1888 bls. 57—58) heldur áfram að rita
ritlinga fyrir almúga, og græðir hann ekki einn eyrir á þeim
bókum, því hann lætur selja þær fyrir litið sem ekkert verð.
Og þó gæti hann, sem um alla Evrópu er talinn hinn ágætasti
höfundur sem nú er uppi, grætt ógrynni fjár, ef hann vildi rita
bækur fyrir peninga. Stead ritstjóri segir, að Tolstoj gangi
duglega að heyvinnu á sumrin á búgarði sínum, Jasnaja Poljana
og sé mikill sláttumaður. A veturna býr hann til stígvél og
skó og er það allt selt; hann er afbragðs skósmiður. þannig
ver þessi ritsnillingur nú æfi sinni i þarfir almúgans, en 99/ioo
hlutar af hinni rússnesku þjóð er líka almúgi.
Nú hefur keisari fallist á hið mikla stórvirki, sem Rússar
hafa í hyggju, að leggja járnbraut um þvera Norður-Asiu til
Vladivostokk við Kyrrahafið. Höfnina við Vladivostokk leggur
ekki á veturna og Rússar geta sent herlið eptir brautinni
austur þangað jafnfljótt og Kinverjar, sem eru á næstu grösum,
en Kínverjar eru líka járnbrautarlausir.
Finnar eru ánægðir með stjórn Rússa. Svíar ráða minna