Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1889, Side 77

Skírnir - 01.01.1889, Side 77
AMERÍKA. 79 Canadabúa. Ur þessari hörku hefur ekkert orðið enn, því rétt á eptir var Cleveland steypt við kosningarnar. Hinn nýi forseti Bandaríkjanna 1889—93 Benjamin Harri- son er kominn af Harrison hershöfðingja, sem var hálshöggv- inn i Lundúnum 1660, af því hann var einn af þeim Cromwells liðum, sem höfðu ritað nöfn sín undir dauðadóm Karls fyrsta. í móðurætt er Harrison kominn af indianskri kóngsdóttur. Afi hans hét líka Benjamin Harrison, varð herforingi og barði á Englendingum 1813—14. Hann var valinn til forseta 1840, en dó 1841 og hafði þá ekki verið forseti nema í einn mánuð. Hinn nýi forseti var fátækur málaflutningsmaður í Indianapolis, höfuðborginni í Indiana og fékk foringjanafnbót í ófriðnum 1861 —65; hann bauð sig fram til rikisstjóra í Indiana 1876 en var ekki kosinn. Hann var ráðherra 1880—86 og sýndi af sér röggsemi og ráðvendni. f>annig hafa Norðlendingar, sem alltaf höfðu forseta úr sínum flokki 1861 —85, aptur náð for- setavöldum. Norðlendingar hafa enn ekki komið sér saman um, hvað gera skuli til að hamla því, að ofmikið fé safnist fyrir í fjár- hirzluna. Sumir vilja minnka innanríkistolla og Blaine hefur jafnvel farið fram á, að fénu skuli skipt milli ríkjannna að til- tölu eptir fólksfjölda og þörfum þeirra, en ekkert er enn afráðið. Innflutningar i Bandaríkin fara vaxandi samkvæmt skýrsl- um, sem hafa verið gefnar út af «Statistical Bureau» í Washington. Arin 1870—80 fluttust inn að meðaltali 280,000 manns á ári, en eptir 1880 hafa stundum allt að 800,000 flutzt inn á ári. Á árunum 1877 — 88 hafa 5,262,000 manns flutzt inn fyrir utan þá sem hafa flutzt búferlum frá Canada inn í Bandaríkin. Af þeim voru 1,439,000 f>jóðverjar, 576,000 Norðmenn og Svíar og 84,000 Danir. f>ingið í Washington saD.þykkti í marz 1888 lög um, að banna Kínverjum að taka bólfestu i Bandarikjunum. þeir vinna fyrir margfalt minni laun en aðrir, því þeir lifa á ein- tómum hrisgrjónum. Ópiumreykingar og aðrir lestir hafa flutzt með þeim inn i Bandaríkin. þess vegna vilja Ameríkumenn losast við þá að fullu og öllu sem fyrst. Kinverjastjórn kvað nú ætla að fara eins með Amerikumenn á Kinlandi.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.