Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1889, Side 79

Skírnir - 01.01.1889, Side 79
ÁSTRALÍA. 81 Manntal verður haldið 1890 og segja hagfræðingar Banda- ríkjanna, að fólksfjöldinn í þeim verði þá um 70 miliónir. Astralía. Advance Australia. Afram Astralía. f>etta er orðtak Ástralíubúa og hafa þeir það opt á blöð- um og bókum sinum. Framfarir Astralíu eru miklar og fólkinu fjölgar að því skapi. í New South Wales (Nýju Suður-Wales) var 1850 íbúa- fjöldinn 265,000. þegar manntal var siðast tekið, 1881, var íbúafjöldinn 1,889,000 eða nærri sjöfalt (vantaði 16,000 i það) við íbúafjöldann 1850. Astralíubúar eiga ósköpin öll af sauðfé og ull og két er aðalvara þeirra. Smölum sinum og þeim, sem eru i seli og öðrum sem hirða þetta fé, gefa þeir kaup, sem er geypilega hátt í samburði við kaup það sem gefið er á Islandi. það væri sjálfsagt vinnandi vegur fyrir fjármenn íslenzka að fara þangað, þó það sé lengra en til Ameríku. Astralíubúar flytja til Englands hérumbil 30,000 sauði á viku; sauðakét þeirra er betra en sauðakét frá Amreku, og er flutt frosið með kulda- vélum; það selst optast á 35 aura pundið í Englandi. I Queensland hefur gengið mikið á. Vorið 1888 voru kosningar og varð sá flokkur ofan á, sem vill hafa sem mest sjálfsforræði. M° Ilwraith skipaði ráðaneyti, og kom fljótt snurður á milli jarls Engladrottningar (Governor) og ráðaneyt- isins. Ráðaneytið réði honum til að náða þjóf einn og leysa hann úr varðhaldi, en jarlinn vildi ekki gera það. Ráðaneytið sagði þá af sér og jarlinn leitaði ráða til Lundúna. Mótstöðu- mönnum ráðaneytisins var boðið að skipa ráðaneyti, en þeir vildu ekki gera það. Stjórnin varð svo að láta undan og ráða- neytið tók aptur við embætti sínu. Um haustið 1888 dó jarl- inn og nýlendnaráðgjafinn i Lundúnum Lord Knutsford skipaði Henry Blake, jarl á Newfoundlandi, jarl í Queenslandi. En 6

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.