Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 81

Skírnir - 01.01.1889, Page 81
ÁSTRALlA. 83 fé hafði verið eytt til járnbrauta og ýmsra þarflegra fyrirtækja. f>ess vegna fækkuðu þeir þingmönnum og færðu niður laun jarls og ráðgjafa, og er það eins dæmi, að slíkt sé gert. Astralíubúum er illa við nýlendur þjóðverja á Nýju Gíneu og öðrum eyjum. þeir eru samhentir Ameríkumönnum i því að banna þjóðverjum að taka Samóaeyjarnar. Sósíatismus árið 1888. Sósialistar ætla nú að fara að taka höndum saman og styðja hvorir aðra fastar en áður án tillits til þjóðernis og kynferðis. þeir héldu mikinn fund í Lundúnum í nóvember- mánuði; komu á þann fund fulltrúar frá mörgum löndum; voru rædd mörg mál, en varð lítil niðurstaða á. Aðalblað hinna þýzku sósíalista «Der Socialdemocrat» hefur komið út í Ziirich i mörg ár, en nú leyfir Svissastjórn það ekki lengur. þess vegna kemur blaðið nú út í Lundúnum og er það bagi fyrir sósíalista, því nú er miklu óhægra að breiða það út um þýzkaland. þingmenn sósíalista á rikisþing- inu í Berlin eru heldur ekki nema 12 nú, en voru á undan siðustu kosningum 25. Á Frakklandi eru sósíalistar í flokkum og hver höndin upp á móti annari. Samt á að vera fundur i París af sósial- istum frá öllum löndum um það levti, sem sýningin er haldin 1889. Til sýningarinnar i Höfn 1888, komu vinnumenn sendir af bæjarstjórninni i Paris. þeir voru sósíalistar og var þeim vel tekið af hinum dönsku sósialistum; þeir héldu þeim veizlur og ræður og gáfu þeim mat og húsnæði. í Noregi hafa sósíalistar fengið öflugan bandamann þar sem Björnstjerne Björnson er; hann hefur lýst yfir að hann væri á þeirra máli. í Svíþjóð fjölgar sósíalistum ótt. Margir þeirra hafa verið settir i fángelsi fyrir ýms lagabrot. I Uppsölum er stúdenta- (j*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.