Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1889, Side 82

Skírnir - 01.01.1889, Side 82
84 MAKKALÁT. félag, sem heitir Verðandi. Félagsmenn ganga langt í fram- sóknarstefnu og hafa í mörgu skoðanir sósíalista. A Englandi eru skoðanir sósíalista að breiðast út í verk- mannafélögunum (Trades Unions). Skáldið William Morris er enn sem fyr hinn öflugasti forvígismaður þeirra í ræðum og ritum. Aptur á móti hefur sósíalismus farið mjög svo aptur í Ameríku, siðan manndrápin urða i Chicagó. Hið mikla verk- mannafélag «Knights of Labour» (riddarar vinnunnar) er á fallandi fæti og hefur misst meir en helming af félagsmönnum. Stjórn bandaríkjanna ætlar að fara að banna sósíalistum að stiga á land i Bandaríkjunum. Mannalát 188 8. Philip Henry Sheridan, hetjan úr ófriðnum 1861—65. Hann var fæddur 1831 og áttti á unga aldri i smáskærum á vesturlandamærum Bandarikjanna. I ófriðnum sýndi hann svo mikla hreysti og herkænsku i mörgum orustum, að hann vann sér hverja nafnbót á fætur annari. Árið 1884 var hann skip- aður yfirforingi hers Bandaríkjanna. Th. B. Read hefur ort kvæði um Sheridan, sem er orðið þjóðkvæði hjá Ameríkumönn- um. þ>að heitir «Sheridan’s Ride» (Reið Sheridans) og er um, hvernig hann reið 20 enskar milur á Brún sínum i einni lotu og kom nógu snemma til að snúa mönnum sínum af flótta og rétta við bardagann. Hann kallaði hátt til manna sinna, að þeir væru ragir, keyrði Brún, sem var löðrandi og kófsveittur, sporum og hleypti fram með fylkingum. Síðan vann hann sigur. Asa Gray, fæddur 1810, einhver hinn mesti grasafræð- ingur, sem nú var uppi, og einn af duglegustu stuðningsmönn- um Darwins, meðan hann átti erfitt uppdráttar. Hann var prófessor við Harvard College í Bandarikjunum. Sir Henry James Sumner Maine, fæddur 1822 á Englandi, einhverhinn mesti lögfræðingur, sem nú var uppi. Rannsóknir hana

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.