Skírnir - 01.01.1889, Side 90
92
Geschichte der Weltlitteratur,
Uand VIII, 3.
Geschichte der Skandinavischen Litteratur vonPh, Schweitzer,
III. Theil: 19. Jahrhundert. Leipzig. 1889. 406 -j- XXII pp.
I Bókmenntasögu heimsins, sem er að koma út í Leipzig,
ritar Dr. Sc.hweitzer bókmenntasögu Norðurlanda. Síðasta
bindið, um nítjándu öld, er nýkomið út. I því eru rúmar 26
síður um Island. Jeg set hér kafla úr því.
«Alstaðar i Evrópu vaknaði í byrjun nítjándu aldar þjóð-
ernistilfinningin. Menn risu gegn öllum andlegum og polit-
iskum böndum, sem þeim fannst liggja á þeim, leituðu þjóð-
ernið uppi og hófu það hátt. Stundum brenndu menn jafn-
vel reykelsi og dönsuðu kring um það eins og gullkálf Arons.
Mestur hlutinn af köppunum, hinir ungu íslenzku námsmenn,
var í Höfn, miðbiki hins andlega lífs í Danmörk. þeir tóku
þátt í þjóðernishreyfingunum og báru þær til íslands. Með
félögum og vekjandi ritum reyndu þeir að bæta hag þjóðar-
innar, að vekja hjá henni meðvitund um þjóðerni hennar og
að vernda það duglega einkum gegn yfirgangi Dana. þeir
unnu ekki fyrir gýg; það má segja, að þá fyrst urðu Islend-
ingar þjóð. þangað til höfðu þeir eklci verið annað en leifar
af hinum forna norðurgermanska þjóðflokk, sem höfðu orðið
til út í horni á jörðunni. þessi litla þjóð, hérumbil 60,000
manns fór að finna til sín, og hafði meiri ástæðu til þess en
mörg önnur hundraðfalt stærri; tillag hennar til menntunar
mannkynsins hafði ætíð verið duglegt og af hennar eigin toga
spunnið og hún hélt því áfram.
Hinar nýju hugmyndir um politik, mannfélag og bók-
menntir vöktu mikið andlegt líf hjá íslendingum. Skáldskapur-
inn steig niður i mannlífið og var ekki lengur bundinn við
nytsemi; hann varð sjálfur sér nógur og þjóðlegur, hóf meðvit-
und þjóðarinnar og rýmdi broddborgaraskap, leirburði og
óknyttum burt og blómgaðist einkum hjá hinum ungu náms-
mönnum sem hittust í Höfn. þessi skáldskapur í mannlífinu,
ást þeirra til fornaldarinnar þegar sögur og kvæði skrýddu