Skírnir - 01.01.1894, Blaðsíða 26
26
Menntnn.
Framhald kom af Ártíðaskrám frá Bðkmenntafélaginu, og af sögu Þuríðar
formanns og Kambsránsmanna með Þjóððlfi. Framhald kom og af Smá-
sögu-safni Péturs biskups. Af þjóðsagnaritinu „Huld“ kom 4. hepti. Þar
er þáttur af Landa-Hrólfi eptir Gísla Konráðsson og Áradalsóður Jóns
Guðmundssonar lærða og auk þess ýmsar sagnir og munnmæli. Af íslend-
ingasögum, er Sigurður Kristjánsson gefur út, var Njála ein prentuð þetta
ár. í Andvara (19. árg.) var æfisaga Guðbrandar Vigfússonar rækileg að
maklegleikum, og rituð mcð hlýjnm hug til hins látua fræðimanns af
frænda haus Dr. Jóni Þorkelssyni (yngra). Þar var og ferð um Vestur-
Skaptafellssýslu sumarið 1893, eptir Þorvald Thoroddsen. Segir þar ná-
kvæmlega frá rannsóknum hans, or á var minnst í fyrra. Landsuppdráttur
fylgdi til skýringar ritgorðinni, sem er skeinmtileg og fróðleg eins og all-
ir aðrar ritgerðir höfundarins um laudfræði og náttúrufræði þessa lands.
Síðasta ritgerðin var: Sala á íslenskri vöru í ýmsum löndum eptir Ditlev
Thomsen. Er það skýrsla höfundarins um árangur forðar sinnar suður
í lönd, þeirrar er alþingi hafði veitt honum styrk til af landsfé árið
áður. Að skýrslu hans hefur verið ger gðður rómur, og hefur hún að
geyma mikinu hagfræðislegau frððleik nm allar helstu íslenskar vörnr, og
fiytur rnargar mikilsverðar bendingar uin þær. Frá Þjóðvinafélaginu kom
og Almanak fyrir árið 1895 og voru í því, að vanda, myndir af ýmsum
merknm mönnum útlendum, með stuttum ætisögum þeirra, og ýmsar smá-
ritgerðir aðrar. Enn gaf Þjóðvinafélagið út bók, er Ólafur Ólafsson, prest-
ur að Arnarbæli, íslenskaði og samdi. Er það uppeldis-leiðarvísir og
heitir: Foreldrar og böru. Bókin er frumrituð á hollensku af Dr. Ritter og
hefir að geyma mörg sannindi með nytsamlegum bendingum, og þykir henni
vol sæma hinn íslenski búningur hennar. í Tímariti Bókmenntafélagsins
var fyrsta og lengsta ritgerðin eptir Dr. Björn M. Ólsen: Hvar eru Eddu-
kvæðin til orðin? Sú ritgerð er einkanlega ítarlegur ritdómur á íslenskri
bókmenntasögu eptir Dr. Finn Jónsson, háskólakennara; kemur sú bók-
menntasaga út i Kanpmannahöfn á danska tungu og vcrður mikið verk
og einkar fróðlegt um margt. Fyrsta bindið er þegar fullbúið (Den old-
norske og oldislandske Literaturs Historie I.). 1 bókmenntasögu þessari
hefur höfundurinn meðal annars viljað sanna, að meginþorri Eddukvæðanna
sé ortur í Noregi, nokkur þeirra á Grænlaudi, en að eins fáein á íslandi,
og fært ýmsar ástæður máli sínu til stuðnings. Gegn þessari skoðun hefur
Dr. Björn M. Ólsen skráð ritgerð sína í Tímaritinu og færir þar fram
með glöggsæi og skarpleik mikil rök fyrir máli sínu, á móti ástæðum