Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Blaðsíða 50

Skírnir - 01.01.1894, Blaðsíða 50
50 Frakkland. við stjórnarjárnbrautirnar að ganga inn í nokkurt verkamannafjelag og Périer atuddi hann í því banni. Bðlilega báru fulltrúar verkamanna þetta mál fram í þinginu, og niðurstaðan varð sú, að stjórnin varð í minni hluta, og það svo mjög, að auk þess sem sósíalistar og einveldissinnar greiddu atkvæði móti henni, þá fjekk hún ekki einu sinni á sitt band ineiri hluta lýðveldissinna. Annars ljek orð á því, að Périer hefði ekki verið það mðti skapi, að sleppa við stjðrnarformennskuna. Honuin ljek hugur á forsetatigninni, og til þess að öðlast hana þurfti hann að halda á öllum þeim vinsældum, sem unnt var að öðlast. En því er nú einu sinni svo varið, að enginn er vinsæll maður meðal Frakka meðan hann er í stjórnarformannsstöðunni. Almennt var vel látið yfir forsetakosningunni, innanlands og utan. Menn töldu hana sigur fyrir íhaldsmenn lýðveldismanna, en ósigur mikinn fyrir sðsíalista og aðra frekjuflokka. Og eins og að líkindum ræður, báru menn ekki hlýan hug til þeirra pilta, að nýafstöðnu forsetamorðinu. En að hinu leytinu undu sósíalistar við hið versta. Þeir höfðu heimtað að forsetadæmið yrði afnumið, en í stað þess fá þeir fyrir forseta einn af sínum örðugustu og einbeittustu mótstöðumönnum. Þegar fulltrúar þeirra á þingi heyrðu, hver kosinn var, urðu þeir óðir og uppvægir og ljetu líkt og vitstola menn, óðu fram og aptur eptir hallargöngunum, orguðu há- stöfum mótmæli gegn því er fram hafði farið og hættu ekki látunum fyr en þeir voru orðnir máttvana af þreytu. Áhrifanna af forsetamorðinu var eigi langt að bíða í löggjöf landsins, og eðlilega urðu þau í gagnstæða átt við það sem tii var ætlazt af þeim er til þesB stofnuðu. Þingið samþykkti tafarlauBt anarkistalög í fjórum pörtum. Fyrsti parturinn ákvað, að þeir sem gerðu sig seka í því að hvetja til manndrápa, þjófnaðar, húsbruna eða vjelasprenginga skyldu ekki verða dæmdir af kviðdómi, heldur af lögreglustjórninni. Annar parturinn skipaði svo fyrir, að þeim, er styrktu atferli anarkista með því að ljúka lofsorði á árásir á menn eða eignir þeirra, skyldi hegnt með þriggja mán- aða til tveggja ára einverufangelsi og með Bektum, er nemi frá 100 frönk- um til 2000 franka. 1 þriðja partinum var dómstólunum gefin heimild til að gera þá menn landræka, er þeir telji hættulega, án þess að þurfa að bera ábyrgð fyrir nokkru öðru valdi á slíkum ráðstöfunum. Og fjórði parturinn bannaði að birta almonningi rekstur anarkistamála, og lagt við 6 daga til mánaðar fangelsi og 1000—10,000 franka sektir. — Vitaskuld var svo til ætlazt, að þessum lögum yrði einkum beitt gegn hættulegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.