Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1894, Page 62

Skírnir - 01.01.1894, Page 62
62 Rflasland. nn á síðustu tímum af hendi Alexanders, sem hinir aðrir þegnar hanB urðu að sæta, svaraði Nikulás keisari svo mildilega, að þeir töldu landsrjettind- um sínum óhætt undir stjðrn hans. Landsstjórum Póllands og Litáens, sem báðir voru illræmdir fyrir harðfið og vægðarleysi, veik hann úr em- bættum sínum, og mæltist það hið bezta fyrir. Hann rýmkaði og nokkuð um hag Gyðinga, sem höfðu orðið að sæta hinum verstu afarkostum undir stjórn föður hans. En svo dofnaði bráðlega allmikið yfir þoim vouum, er menn byggðu á framkomu keisarans í fyrstu, með því að hann notaði fyrsta tilefnið, sem hann fjekk, til þess að lýsa yflr því, að það væri fjarri hug sínum, að láta nokkuð af hendi af því valdi, er hann hefði að erfðum fengið. ttalía. Á uppreisnina miklu, sem varð á Sikiley haustið 1893, er minnzt nokkrum orðum i síðasta Skirni, og er þar vel látið yfir, hvernig Crispi hafi tekið í strenginn, enda luku blöð Norðurálfunnar framan af lofsorði á aðfarir hans. En mjög varð frásagan á annan veg, þegar frá leið. Yar Crispi þá lýst, sem algerðum harðstjóra, er stjórnaði þjóðinni með afarþungum álögum, fangelsisvistum, ofsóknum, prentófrelsi, lögreglu- liði og bissustingjum. Afarhörðum orðum var um það farið, að haun skyldi fá ábyrgðarlausum hermanni í hendur alræði yfir Sikiley. Samt sem áður var það viðurkennt, að í mjög mikið óefni hafi verið komið, og það svo, að hvervetna á Ítalíu hafi legið við uppreisn, en því kennt um, að stjórnin sje svo rotin, að henni sje naumast hlýðni sýnandi. Þingið hafi ekki getað beitt sjer gegn ofríki stjórnarinnar, enda hafi Crispi hótað að rjúfa það, svo framarlega sem það reyndist sjer örðugt, og láta nýar kosningar fram fara, undir umsjón lögregluliðsins og herliðsins, til þess að fá sínu máli íramgengt. Hve mikið eða lítið, sem satt kann 'nú að hafa verið í ákærnnum gegn Crispi og stjórn hans, þá er það víst, að fjárhagur stjórnarinnar var í svo aumu ástandi, að við gjaldþrotum lá, vafalaust einkum vegna herkostnaðarins, oghagur landsmauna stóð hörmulega, bæði í verzlunarheim- inum og meðal alþýðu. Crispi sagði af sér snemma í júnímánuði, eptir langa baráttu við að koma fjármálum landsstjórnarinnar í viðunanlegra horf. Ekki lagði hann samt niður völdin, heldur myndaði nýttt ráðaneyti, þótt örðugt gengi. En þingið var ófáanlegt til að leggja fram fje það, er Crispi taldi bráðnauðsynlegt til að losast úr kreppunni, og sat það við sinn keip, hvort sem hann fór að því með illu eða góðu. i

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.