Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 10

Skírnir - 01.08.1908, Page 10
Vistaskifti, 202 III. Mér varð ekki svefnsamt um nóttina. Að hugsa sér að eiga að ríða þeirri blesóttu alla leið að Stað i fallegum fötum! . . . Hvernig átti eg að geta hugsað um annað, eða sofið ? . . . Það var langt að Stað, afarlangt. Eg vissi, að Skarð var yzti bærinn í sókninni, og Staður innarlega í henni. Eg mundi ekki eftir, að eg hefði heyrt getið um, að neinn færi lengra en að Stað. Nema í göngur. Og það gat eg ekki farið. Það gátu engir aðrir en fullorðnir karlmenn. Staður var nærri því á enda veraldarinnar. Og þar hlaut að vera ákaflega undarlega fallegt. Eg sá á hverjum degi fjallið fyrir ofan Stað. Það var fagurblátt. Eitthvað annað en fjallið uppi yfir Skarði. Verst var, að Þorgerður ætlaði að vera með i ferð- inni. Eg mundi ekki eftir neinu, sein hafði verið gaman, þegar hún var viðstödd. Mér hafði oft þótt gaman að koma út á engjarnar, þegar eg hafði verið sendur þang- að. En þegar hún var að sveitast þar, hafði eg æfinlega orðið fyrir skömmum. En það g a t samt verið, að þetta yrði ósköp mikið gaman .... Það h 1 a u t að verða gaman .... Eg var ekki í neinum vafa um, að það yrði gaman. Eg ætlaði stundum að verða á eftir einn. Þá ætlaði ■eg að ná fólkinu á logandi hörðum spretti og þeytast fram úr því eins og eldibrandur .... Ilvort það yrði gaman! Eg bylti mér í rúminu. Mér fanst rúmið svo linút- ótt og hart. Eg hafði ekki tekið mikið eftir því áður. Og mér fundust vaðmálsrekkjóðirnar svo snarpar. Eg hafði ekki heldur fundið mikið til þess. Fólkið hraut alt í kringum mig. Hvernig gat það sofið svona eins og steinar á undan öðrum eins degi? ... Og hvernig stóð á því, að sú blesótta var öll orðin skjótt, og Bleikskjóni var allur orðinn hvítur, og Þorgerður var orðin að skjöld- •óttri kú með stórum hornum . . . ? Nei, nú var eg farinn að hugsa vitleysu.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.