Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 29

Skírnir - 01.08.1908, Side 29
Trúarjátningarnar og kenningarfrelsi présta. 221 Kvað hann það eiga að nefnast á vora tungu: uþprisa likamans. Því verður nú ekki neitað, að játningarritin hafa á ýmsum tímum innan lútersku kirkjunnar verið hafin til meiri tignar en þeim upprunalega var ætluð. Til þess lágu ýmisleg atvik, t. d. um Agsborgarjátninguna. Meðan siðbótarmenn áttu erfiðast fyrir, þurftu þeir að hafa ein- hvern varnarmúr sér til skjóls, og eitthvert merki að berjast undir. Og Agsborgarjátningin varð þeim hvort- tveggja. Hún varð pólitískt og réttarlegt skjal. Þegar lúterska kirkjan lagði fram játningarrit, ætlað- ist hún án efa til þess, að þau væru glögg merki um heilbrigðan skilning hennar á kristindóminum, er einkendi hana út á við (gagnvart öðrum kirkjudeildum) og væri til leiðbeiningar inn á við. Flest tungumál Norðurálfunn- ar hafa haldið latneska nafninu á játningarritunum: sym- bolum, þ. e. tákn eða einkenni. Var það orð í hernað- armálinu rómverska notað bæði um fánann og um orð- tak liðsmannanna, er þeir hafa til að geta þekt hverir aðra. Þaðan ætla margir að hið latneska heiti trúarjátn- inganna sé dregið. Játningarritin (symbola) áttu að einkenna þá, er höfðu hina sömu trú, bæði út á við og inn á við. En fyrir því hélt lúterska kirkjan því eigi upphaflega fram, að játningarrit hennar væru óskeikul í öllum ákvæðum sínum og orðum, né heldur ætlaðist hún til þess, að þau væru bindandi í öllum einstökum atrið- um. Þetta sést ljóslega á sjálfri Samlyndis-reglunni (For- mula Concordiae), sem samin var árið 1577 og talin er að sumu leyti íhaldsömust og þröngsýnust allra játningar- rita þýzku kirkjunnar og aldrei hefir hlotið viðurkenn- ingu í sumum lúterskum löndum. I inngangi þess rits standa þessi orð: »Þau (o: játningarritin) hafa ekki dómara-vald; því að sá heiður ber heilagri ritningu einni. Enþaueruað eins vitnisburður um trúvoraog útskýring hennar, ersýnir hvernighinarhelgu bæk- ur hafa verið útlagðar og útlistaðarí kirkju guðs á ýmsum tímum í þeim atriðum,sem á-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.