Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 34

Skírnir - 01.08.1908, Side 34
226 Trúarjátningarnar og kenningarfrelsi presta. að lenda í þeim flokki manna. En hvort sem þetta er hinn rétti skilningur á orðum Melanchtons eða ekki, þá er hitt víst, að lúterska kirkjan hefir hafnað slíkri kenn- ingu; jafnvel rétttrúnaðarguðfræðingar 17. aldarinnar höfnuðu henni. Og hafi þetta verið skoðun Melanchtons og Lúters, þá er Agsborgarjátningin var samin, hafa 17. aldar trúfræðingarnir að þessu leyti verið vaxnir upp úr Ágsborgarjátningunni. Melanchton var sjálfur að nokk- uru leyti vaxinn upp úr henni 1540. Fyrir því breyttí hann henni. Á því sést bezt, að hann áleit hana ekki ó- skeikula og alfullkomna. Eftir fáein ár hafa skoðanir hans breyzt svo, að hann breytir henni í nokkurum atr- iðum. Án þeirra breytinga hefir honum ekki lengur fundist hún rétt játning sinnar trúar. Hvað mundi honum þá hafa fundist, ef haun hefði getað lifað fram á þennan dag og- andi hans haldið áfram að þroskast um öll þau mörguár hér í tímanum? En ef vér að sjálfsögðu verðum að neita því, að láta Ágsborgarjátninguna binda skilning vorn á ritningunnir svo meistaralega sem hún þó er samin, þegar þess er gætt, hvernig þá horfði við, hversu miklu síður geta þá gömlu trúarjátningarnar gert það? Sá iiugsunarbáttur og. rökfærsla og þekking, sem þær eru reistar á, liggur oss- enn þá miklu fjær. Af þessu verður það bersýnilegt, að það er að eins andi játningar-ritanna og aðalstefna, sem getur verið oss til leiðbeiningar, annað ekki. Fróðlegt er að líta á, hvert gildi játningarritin eru; látin hafa í framkvæmdinni, t. d. hjá Dönum, þeirri ná- grannaþjóð vorri, sem vér höfum fiesta hluti tekið eftir alt til þessa. Þar er svo ákveðið með lögum, eins og hjá oss, að prestarnir eigi í kenning sinni að fara eftir játn- ingarritum þjóðkirkjunnár. En sú venja hefir komist á,. að beita þeim lögum örsjaldan eða sama sem alls eigi. Fyrir nokkurum árum kom það fyrir, að prestur einn. innan dönsku þjóðkirkjunnar neitaði kenningunni um ei- lífar kvalir útskúfaðra, og lagði eigi þá afneitun sína í lágina, heldur barðist fremur fruntalega fyrir skoðun sinnL

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.