Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 38

Skírnir - 01.08.1908, Side 38
230 Trúarjátningarnar og kenningarfrelsi presta. lýsing á oss né bræðrum vorum, þeim »ekki fáum máls- metandi kirkjumönnum annarra þjóða, einkum innan rík- iskirknanna í Norðurálfulöndunum«, sem halda fram sömu kröfunni um kenningarfrelsi presta og vér. Vér ætlumst til að ritningin verði uppspretta og grund- völlur kenningarinnar, eins og hún heflr verið hingað tii. Oftast mun það áður hafa verið orðað svo: að hún ætti að vera regla og mælisnúra kenningunni. Það orðtak er eigi sem heppilegast, með því að slíkt ritsafn sem heilög ritning er, getur ekki veríð regla og mælisnúra. Þetta ritsafn heflr í ýmsum atriðum ólíkar skoðanir og trúar- hugsanirnar og trúarhugtökin koma þar fram í breytileg- um myndum. Ritningin sýnir oss sjálf átakanlega, hvern- ig trúarhugmyndirnar breytast og þroskast. Af því eru ritin ekki öll samróma. Og fyrir því getum vér ekki vænst þess, að biblían öll sé sjálfri sér samkvæm, sé ein óskeikul heild. En þótt hún sé það eigi, þá skýrir hún oss frá opinberun guðs. Hún er opinberunarsaga. Og einmitt af því að hún er það, er hún að sjálfsögðu grund- völlur kenningarinnar, með því að það er þessi guðlega opinberun, sem prestarnir eiga að kenna og vilja kenna. Og hún er meira. Hún verður jafnan uppsretta kenuing- arinnar. Ur þeirri lind eys v resturinn meginefni kenn- ingarinnar. Við þann brunninn dvelur hann. Þaðan sækir hann næring og styrk trúarlífl sínu. At' trúar- reynslu hinna helgu rithöfunda lærir hann, og við lestur- inn finnur hann samhug með þeim, flnnur sama trúar- strenginn óma í sínu hjarta, finnur þar sömu þrána, sömu löngunina eftir samfélagi við höfund lífsins, heyrir þar sama hróp sálarinnar eftir hinum lifandi guði. I þeim brunni finnur har.n lifandi vatn; í hinum helgu bókum finnur hann orð eilífs lífs. Og ef eg man rétt, er einmitt kornist svo að orði í lögum kirkjufélagsins vestra, að ritningin sé hin sanna uppspretta fyrir kenninguna og trúna. Og eg tel það ákvæði ágætt. En öðru ákvæði er þar bætt við, að hún sé jafnframt »hið fullkomna lögmál fyrir kenning, trú og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.