Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 51

Skírnir - 01.08.1908, Side 51
Taugaveiki. 243 En þetta var sóttkveikja, en ekki eldkveikja, sem hún bar í bæinn. Og uin það var enginn að fást. Þetta er ekki skröksaga. Það er sannleikur. Annað eins og þetta ber við upp aftur og aftur, í fyrra og í ár og að ári. Þetta var byrjunin. Seinni vinnukonan hafði hjúkrað þeirri sem fyrst lagðist og fengið sóttkveikjuna í sig beina leið frá henni. Nú stóð svo á, að brunnurinn þarna á heimilinu var skamt frá forinni. I forina var saurindum fyrsta sjúk- lingsins kastað ósótthreinsuðum. Þaðan sytraði vatn gegn- um jarðveginn inn í brunninn; sóttkveikjurnar komust í brunninn. Nú fengu allir heimamenn sóttkveikjurnar í sig í vatninu. Þess vegna lögðust þeir í lirúgu, rúmum hálfum mánuði eftir að brunnurinn sóttmengaðist. Þetta var sóðaheimili og allir veikir og forin fyltist af sóttkveikjum og brunnurinn fekk sinn skerf. En sóttkveikjurnar í vatninu bitu ekki á heimafólkið, þegar það hafði staðið af sér veikina. En þær bitu á gesti, sem komu þangað eftir að sótt- hreinsað var, þá sem ekki höfðu haft taugaveiki. Þess vegna fór veikin að gera vart við sig hér og þar í sveitinni. 3 heimili: Gömul hjón. 5 börn, öll yfir fermingu (3 stúlk- ur og 2 piltar). Myndarheimili, en heldur þröng húsakynni. Eitt vor fekk eldri dóttirin að skreppa suður í Reykjavík. Þegar hún kom heim aftur, varð hún brátt lasin, var þó nokkura daga á fótum, en einn morg- un fanst henni hún ekki geta klætt sig. Gamli maðurinn sendi strax eftir lækni — það gerði hann jafnan í tíma, ef einhver varð lasinn. »Ekki vert að vera að draga það«, sagði hann ávalt, »hver veit nema það geti verið eitthvað smittandi.« 16*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.