Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 73

Skírnir - 01.08.1908, Page 73
Jónas Lie. 265 endilangan Noreg. Hún nefndist »Den Fremsynte eller Billeder fra Norland«. Að Jónas Lie hefir sjálfur kunnað að meta skáldsögu þessa, má marka af því, að nokkrum vikum áður en hún kom út hitti hann á götu í Kristjaniu góðan vin sinn, sem tók hann tali og fór að hughreysta hann. Jónas var eins og annars hugar, en sagði loks eftir langa þögn: »Nú fer eg að uppskera«. Þegar bókin kom út, skildi vinur hans, við hvað hann hafði átt. Það er óþarfi að rekja hér efni bókarinnar, þar sem hún er kunn mörgum lesendum og birtist auk þess innan skamms í íslenzkri þýðingu. En þess má geta, að sögu- kappinn »Davíð skygni« á í sumum greinum sammerkt við Jónas sjálfan. Hugsjónalíf Davíðs og ást hans til bernskustöðvanna og æskuendurminninganna er bergmál af Jónasi sjálfum. Ofreskisgáfan hefir snemma gert Davíð veiklaðan og veikburða, en með hvílíkri samúð og nær- færni hefir Jónasi tekist að lýsa sálarlífi þessa sjúklings! Tregandi móðir eða harmandi ástmey mundi ekki hafa gert það með mýkri hendi. Og hvílík unun er svo að sjá og virða fyrir sér Súsönnu, hina þrekmiklu, einörðu og hispurslausu vinu Davíðs! Lýsing skáldsins á henni er einhver fegursta kvenlýsing, sem til er í norskum bók- mentum. Enginn, sem hefir nokkur kynni af æsku og ástum, mun geta lesið hina skammæju og hjartnæmu ástar- sögu þeirra Súsönnu og Davíðs án þess að vikna. Það leynir sér ekki, að hún er runnin undan dýpstu hjarta- rótum skáldsins. Nokkrum mánuðum eftir að bókin kom út, fekk Jónas ferðastyrk nokkurn til þess að ferðast um »Norðurland og önnur fjarlæg héruð« í Noregi og halda áfram ritstörfum sínum og nokkru síðar var honum enn veittur 400 spesíu- dala styrkur til þess að ferðast til útlanda og dvelja þar. Haustið 1871 tók hann sig upp með fjölskyldu sína og fluttist til Róms og settist þar að. Helmingur af styrknum gekk til ferðarinnar. svo að hann þurfti að halda einkar spart á fé sínu. Kona hans lét ekki sitt eftir liggja, hún bjó til allan mat og annaðist 4 börn án þess að hafa

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.