Skírnir - 01.08.1908, Side 83
Stikukerfið.
275
villandi, með því að þau hafi einhverntíma (fyr eða síðar)
táknað eitthvað annað en þær stærðir, sem þær eiga nú
að tákna. En þessi ástæða er þvi að eins gild, að orðin
sé höfð um ákveðnar stærðir i nútíðarmáli,
annars skiftir það mjög litlu, hvort nokkru eða engu
munar í þessu efni frá því, sem fyrrum var, því að fæst-
um er kunnugt um merkingu þeirra táknana á máls-
og vogar-eindum, sem eru fyrir löngu úr gildi gengnar.
Þannig finst mér hreinasta hótfyndni að segja, að stika
sé villandi táknun á »meter« (sem á að tákna ákveðinn
hluta úr ummáli jarðar, er hefir þó ekki reiknast alveg
rétt), af því að þar muni einhverju örlitlu frá hinu forna
stikumáli, sem er hætt að hafa í viðskiftum fyrir langa-
löngu1), eða að það taki engu tali að kalla »kilometer«
röst, af' þ \ í að röstin hafi í fornöld verið lengri (hvað
miklu veit enginn, enda er ekki ólíklegt, að orðið hafi
táknað misjafna vegarlend á ýmsum tímum og stöðum2 * *).
Það á heima um bæði þessi orð (stika og röst), að
þau eru falleg og smellin og vel fer á þeim i málinu, og
ættum vér ekki að sleppa þeim, til að koma útlendum
orðum að. Stika er fornt heiti á kvarðanum (mælistöng-
inni), sem mælt (eða stikað) er með, öldungis eins og út-
lenda orðið »meter« (jrsxpov á grísku8) og getur kvarðinn
verið lengri eða styttri, eftir því sem frumeind lengdar-
máls er í hverju landi. Það má eins vel miða lengd hans
(og stikunnar) við frakkneska »metrið« eins og hvað annað.
Þá er skifta skal stikunni að tugamáli, horfir beinast við
1) Hafi islenzka alinin í fyrstu verið 185 * */7 þumlungnr, eins og Bogi
Th. Melsteð ætlar, þá hefir ekki vantað mikið á, að stikan forna, sem
átti að vera 2 álnir islenzkar, væri eins löng og hin nýja (o: frakkneska
,,metrið“). Annars hefir álnarmálið verið ærið misjafnt.
2) Rússneska röstin (,,verst“) er ekki miklu lengri en „kilometer“, og
hendir það helzt til þess, að hin forna röst hafi ekki ætíð eða alstaðar
á Norðurlöndum farið langt fram úr þeirri vegarlengd, því að líklega
er rússneska orðið þaðan komið (úr fornsænsku ?). Sbr. mismuninn á
mílu í ýmsnm löndum.
s) Orð þetta táknar mælistiku (upphaflega) og mál eða mæli yfirleitt.
18*