Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 94

Skírnir - 01.08.1908, Side 94
286 Erlend tíðindi. konungi, með 16,000 kr. launum, en hrapaði af stóli þar, er upp- vís urðu fjársvik Albertis, með því að hanu hafði verið varaformað- ur í stjórn Bœndasparisjóðsins sjálenzka og þeir Alberti unnið þar saman margt ár. Meðal þeirra 3, er í ráðuneyti komust þá er þeir Alberti sleptu völdum, — einn kom í stað Yilh. Lassen, er dó í vor — er helztan að nefna N. Neergaard, er verið hefir um hríð fremstur maður í liði miðluuarmanna á þingi Dana. — — Onnur tíðindi helzt í Danmörku þetta skeið er heimkoma norður- fararleiðangursins frá vorinu 1906 á skipinu D a n m a r k að kanna og mæla austurströnd Grænlands norðan til, alt frá 77. stigi og norður fyrir landsenda. Þar réð fyrir Mylius-Erichsen rithöfundur og Grændlandsfari áður; og urðu það ömurleg forlög hans, að hann varð úti í Grænlandsóbygðum snemma vetrar sem leið, og félagar hans tveir með hönum, annar grænlenzkur. Mylius-Erichsen var rúmlega hálffertugur, er hann lózt, og var að honum mikill mann- skaði. En vel hafði ferðin tekist að öðru leyti, land alt mælt með sjó um 6—7 mælistig, alla leið norður fyrir landsenda, og gerður af uppdráttur. Þar reyndist mikið öðru vísi lagað land en áður var vitað. Og þykir Iandkönnun sú og þar með fylgjandi nátttúru- vísindalegar rannsóknir allmikið afrek og merkilegt. Alment prentaraverkfall í Danmörku dagana 10.—18. ágúst olli þvj, að þar kom varla út nokkurt dagblað þá daga, og þóttu það mikil viðbrigði. Ein höfuðtíðindi á sumrinu þessu eru þau, að Tyrkjasoldán Abdul Hamid II., lagði niður einveldi sitt og veitti þegnum sínum stjórnfrelsi. Hann hafði gert atrennu til þess áður, á sínum fyrstu stjórnarárum, fyrir 32 árum. Þá var í aðsigi ófriður við- Rússa, og vildi hann bæði ávinna sór hylli og fúslegt fylgi hinnar yngri frjálshugaðrar kynslóðar í ríki sínu, og afla ríkinu trausts og gengis meðal menningarþjóðanna, höfuðþjóða álfunnar, í viður- eigninni við Rússa. En er Tyrkir fóru nær eintómar hrakfarir fyrir Rússum, kom afturkippur í frelsistilþrif soldáns, og vildi’hann ekk- ert við Ungtyrki eiga eftir það, þjóðmálaflokk þann, er stjórnar- bótinni kom á gang. Þeir voru síðan lengi hafðir út undan og látnir jafnvel sæta ofsóknum. En síðari árin hafa þeir haft sig upp aftur, er soldán tók að eldast og margt tekið til að ganga á tréfótum. Og í sumar varð það uppvlst, að þeir höfðu fengið her-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.