Ný félagsrit - 01.01.1849, Síða 160
160 FRA VERZM'NARFELAGINU I REYKJAVIK.
aí> fi'laginu heppnist lítt verzlun þetta áriíi, nema ef
þab sendir vandaban saltfisk híngab í sumar snemm-
endis, og panti fyrir hann yinsa vöru ineb pnstskipino,
og vonum vér ab felagjb verbi nokkub stórtækara
en í fyrra, svosem sú tilraun gafst þá öllum vonum
fremur.
þóab félaginu veiti þannig næsta erfitt uppdráttar
nieb fyrsta, vonuni vér samt ab þab gefist ekki upp
fyrir þá sök, heldur haldi saman sem fastast, þartil
betur byrjar, og fyrir þab verbur séb meb vissu, hvort
ekki má niart gott af þvi leiba, en þarum þykjumst
vér fullvissir, einsog vér nú skuluiii minnast á.
Reykjavik er, einsog ölluni má vera í auguin
uppi, sá staburinn, sem mesta naubsyn er á verzlunar-
félagi, ef verzlunin yrbi nokkru sinni gefin laus vib
allar þjóbir; slíkt félag mætti horfa jafnt til góbs
borgurum voruin ebur innlendum kaupmönnum, sem
öbrum innhúuniiin yfirhöfub. Kaupmönnum kann ab
þykja þab hörb kenníng og óskynsöm, en vér þorum
ab- fullyrba, ab þeiin mætti verba þab sjálfum ekki
sibiir til eflingar en öllu félaginu, ab gánga í þab, ef
verzlunin væri frjáls; og ef þab er annab en skrum
þeirra og fyrirsláttur einn, ab þeir vilji umfram
hvern inun fá sem vandabasta vöru hjá oss Islending-
uiu, þá ætti þeir nú þegar ab leitust vib ab ávinna
sér vibskipti vib félagib, í stab þess ab ekki er grun-
laust uni, ab þeir leitist vib ab sundra því, sumir
hverjir, — því aldrei verba jafn eindregin samtök á
ab vanda vöruna sem í sliku félagi, er hefir einmitt
bundib sig þeim löguin, ab sá skuli vera einn abaltil-
gángur þess.