Ný félagsrit - 01.01.1856, Blaðsíða 125
DM VERZLDN ÍSLANDS-
125
nú þegar not af frelsi verzlunarinnar, eöa aí> þeir geti
ekki haft meiri e&a minni not af frelsinu eptir því, hvernig
þeir haga a&ferb sinni, því eg er miklu framar á því,
ab hvernig sem þeir fara aö, þá haíi þeir frelsisins mikil
not, og þó jafnframt, ab ]>eir liafi þess meiri not ef þeir
fara skynsamlega aí>, heldur en ef þeir breyta ráblauslega;
en þab sem eg held helzt þurfi ab brýna fyrir þeim er
þab, ab þeir hugsi sér ekki ab verzlunarfrelsiö sé ávöxt-
urinn sjálfur, sem þeir þurfi ekki annab en rétta hendina
eptir til ab taka, og ab allur hagnaburinn komi í hendur
þeim sjáifkrafa, heldur miklu fremur hitt, ab verzlunar-
frelsib sé einskonar hlynnindi, sem þeir verbi ab fara
vel meb og nota réttilega, til þess ab geta haft þess full
not, svo sem bezt má verba.
þ>ab er eptirtektar vert, og þó glebiríkt í margan
máta fyrir ykkur Islendínga, ab fyrir ykkur stendur líkt á
í svo mörgu eins og fyrir únglíngi, sem er ab vaxa upp.
þab getur orbib úr honum allt og ekkert. Gáfurnar hefir
hann nógar, og tækifæri núg til ab nota þær, en hvernig
hann fer ab því, þaÖ skapar leikinn. Láti hann sér annt
um ab vera vandur ab rábi sínu, og ekki fegra allt fyrir
sjálfum sér, heldur kosta kapps um ab nota allt sem
hann sér fyrir augunum sér til framfara, þá er honum
góbs von. En ef hann er latur og tómlátur og sérhlílinn,
dæmir illt um aÖra en þykist góbur í öllu sjálfur, eba
vill láta vorkenna sér allt, þá er hætt viÖ þaö verbi
honum örbugt ab ná góÖum framfórum eÖa komast í
merkra manna röb. [>a& er og svo fyrir ybur íslend-
íngum, ab þér hafib nóg land og gott fyrir yÖur, og hib
auÖugasta haf, sem til er í veröldinni, og þegar auburinn
er yÖur þannig í lófa laginn, þá er þab undir ybur komiÖ
ab nota hann; þab er eins og sá, sem helir uppsprettu-