Tímarit - 01.01.1870, Page 2
4
um þar í sveit, er sanngjarnlega væri leigðar; og væri
engin slík jörð þar til, þá í samanburði við dýrleika
annara jarða, er sanngjarnlega væri leigðar. En, ef dýr-
leiki þeirrar jarðar, er meta skyldi til eptirgjaids, væri
ósamkvæmur dýrleika annara jarða þar í hreppnum,
skyldi hreppstjóri gízka sem bezt á, hvort eptirgjald
mundi sanngjarniegast af þeirri jörðu, eptir því sem
títt væri að byggja slíkar jarðir þar í hrepp, og
Y, ef eigandi að eins ætti nokkurn part í jörðunni,
þá skvldi reikna afgjaldið af honum eptir afgjaldinu af
þeim jarðarhundruðum, er hann hefði til byggingar.
Af þessu lagaboði og reglugjörðum er það nú auð-
sætt, að toliurinn á að öllu Jeiti að fura eptir leigumála
jarðanna, og að þess vegna eigi beri að reikna hann
eptir gjöldum þeim, er af þeim gánga til almennra þarfa;
er þetta og með berum orðum ákveðið um prestsmöt-
una, eins og fyrr sagt, í opnu bréfi 2. marz 1853 ; og
hið sama verður og að gilda um bænhústolla og aðra
líka tolla, er af einstökum jörðum eru goldnir til presta,
kirkna, eða á annan hátt eru til guðs þakka lagðir.
Enn fremur er það ljóst, að þótt tollinn beri að
reikna eptir leigumála jarðanna, þá á þó eigi hvervetna
að gjöra það eptir sömu reglu, heldur gildir önnur regla,
er leiguliði býr á jörðu, en er eigandi sjálfur býr á
henni, því í seinna skiptið á að fara eptir því sem opt-
ast, hvernig jörðin sanngjarnlegast mundi verða leigð,
en í fyrra skiptið mestmegnis eptir því, hvernig hún er
leigð, án alls tillits til þess, hvort sá leigumáli i raun-
inni er sanngjarn eða eigi.
Yér skulum nú skoða þessar reglur nokkuð ná-
kvæmar, og gæta að því, til hvers þær leiða í ýmsum
tilfellum.