Tímarit - 01.01.1870, Qupperneq 6
8
frumleiguna, virðist rétiast, að meta torfuna alla eða
jörðina til sanngjarns eptirgjalds, eins og boðið er í
dómsmálastjórnarherra bréfinu að gjöra skuli, er menn
eigi vita afgjald á leigubólum, og eins fyrir því, þó menn
viti hver framleigan er.
i, Þegar jarðeigandi sjálfur býr á jörðu sinni, ber
að beita reglunni í bréfi dómsmálastjórnarherrans, er
nefnd er hér að framan undir bókstafnum p, en með
því að nú síðan er nýtt jarðamat á komið og menn mega
álíta, að við það sé réttur jöfnuður feinginn millum
dýrleíka jarðanna eplir gæðum þeirra, verður regla sú,
sem þar er nefnd, að lagast eptir því. — Það er auð-
vitað, að jörðina ber að meta til afgjalds með öllum
hlunnindum sínum, og eins ítökum þeim, er hún á í
aðrar jarðir. Nú hefir eigandi leigt einhverjum öðrum
eitthvað af hlunnindunum eða ítökunum, t. a. m. engj-
ar, beit, reka eða annað, og er þá eins auðsætt, að al-
þíngistoiturinn eigi getur fallið eða mínkað fyrir það.
k, Þegar eigandi yfir höfuð notar einhverja sérskilda
eign sjálfur, þó eigi sé jörð, er alþíngistollur liggur á,
t. a. m. fjöru eða landspart, er eigi liggja undir nokkra
jörðu, ber auðsjáanlega að beita sömu reglu, og er hann
situr á sjálfs síns eign ; meta eignina til sanngjarnrar
leigu, og reikna alþíngistollinn þar eptir, en einganveg-
inn eptir arði þeim, er eigandi kann að hafa af eign-
inni.
l, Sömu reglu ber og auðsjáanlega að við hafa, er
maður notar eða hefir undir ákveðin hlunnindi, t. a. m.
reka frá annari jörðu, er hann á, eða landspart frá
henni, hvort sem hann er matinn til hundraða eða eigi, að
xneta verður hlunnindi þau og landspart til sanngjarnr-
ar leigu og reikna alþíngisgjaldið eptir henni.