Tímarit - 01.01.1870, Síða 48
50
Gunnason í 15 ár, frá 1541 —1556; þar eptir JónJóns-
son Prinni í 7 ár eða frá 1556—1563, hann var og
seinna prestnr á Felli í Skagafirði, er hann þjónaði í
6 ár, eptir því sem segir í dómi nokkrum, og hefirþað
verið frá 1576—82, því árið 1601 gefur hann út vitn-
isburð um Fell og kallar hann sig þar þá .prest á Siglu-
nesi, og segir, að 19 ár sé liðin, frá því hann hafiver-
ið prestur á Felli; en 1609 drukknaði hann í Hrauns-
árósi. Það virðist ekki ólíklegt, eins og líka alment er
talið, að hann hafl farið frá Felli til Sigluness 1582 og
verið þar prestur til dauða síns 1609; en hvar hann
hefir verið prestur í þau 13 ár, frá því hann fór frá
Bergstöðum og þángað til að hann kom að Felli, veit
eg eigi. Frá séra Jóni Prinna er ætt komin.
Næst eptir séra Jón Prinna hefir orðið prestur á
Bergstöðum séra Jón Björnsson, kallaður siðamaður,
og verið þar 4 ár, eða frá 1563—1567, hann fór það-
an til Grímstúngna og lifði þar enn 1607; eptir hann
hefir séra Brynjólfur undir eins orðið prestur á Berg-
3töðum og þar var hann einlægt prestur til dauða síns
1627 ; það er og sagt um hann, að hann hafi verið
prestur í 60 ár, enda kemur það og heim við þetta;
það er og sagt í vísitatiu Guðbrandar biskups 1605, að
séra Brynjólfur þá hafi verið búinn að halda Bergstaða
kirkju í 38 ár, en 1573 eða 1574hefir honum þó líklega
verið vikið frá um tíma, því hann átti þá, að sögn, barn
í hórdómi; eins lét Guðbrandur biskup dæma hann frá
kjóli og kalli 1620, en sá dómur varð þýðíngarlítill, því
Guðbrandur biskup sættist við hann undir eins á eptir,
og lét séra Brynjólf eigi að eins halda kallinu, heldur
og lofaði að hindra í engan máta vígslu Gísla, sonar
séra Brynjólfs, er þá varð kapellán lijá föður sínum.