Tímarit - 01.01.1870, Page 63
65
hafa verið mesta hraustmenni, sem margir hans afkom-
endur. Hann var eigi ríkur maður og átti jafnan þraungt
í búi; er til þess tekið, að hann eitt sinn hafi tíundað
ein 5 cr, og eitt sinn, er efnagóður bóndi nokkur í sýslu
hans komst í óbótamál, og Bjarni hafði gjört eigur hans
upptækar, hafi hann þakkað guði, að hann sendi hon-
um nauðstöddum manni þá björg. — Um fjallferðalag
Bjarna tii ókunnra manna, geta Árbækur Espólíns; og
annálar Björns á Skarðsá geta um bónorðsför JónsÞor-
valdssonar í Auðbrekku til Gróu dóttur Bjarna, hvar af
hlautst Auðbrekku draugagángur, kendur Bjarna; því
hann var haldinn fjölkýngismaður. Annars tjáist Bjarni
að hafa verið höfðíngi í lund. — Ilann heflr 1648 slept
að minsta kosti bálfri sýslunni við Gísla Magnússon, og
eptir 1640 heflr hann haft fyrir lögsagnara HallEinars-
son. Bjarni dö 1664, nærri áttræður.
Gísli Magnússon
Faðir: Magnús lögmaður Björnsson á Múnkaþverá.
Móðir: Guðrún Gísladóttir Þórðarsonar lögmanns.
Iivinna: Prúður Porleifsdóttir sýslumanns Magnús-
sonar á Hlíðarenda, sjá Árnessýslu. Þeirra
börn: 1. Björn Gíslason sýslumaður í Rángárvalla-
og Barðastrandarsýslum, sjá um hann þar.
2. Guðríður Gísladóttir, kvinna Þórðar biskups
forlákssonar; brúðkaup þeirra haldiðáHlíð-
arenda með mikilli rausn 1674. Þeirrabörn:
a, Þorlákur varð skólameistari í Skálholti, dó
af átumeini, barnlaus.
b, Brynjólfur sýslumaður á Hlíðarenda (sjá
Árnessýslu).
5