Tímarit - 01.01.1870, Side 91
93
ert væri annað, þá er píngstaSurinn nógur til að taka
af tvímælin. Ilann er svo glöggur og svo fornlegur, að
slíkum þegjanda votti verður ekki hrundið. Eða hvernig
getur staðið á honum, ef hann er ekki lmustþíngstaður
liángvellínga? — svo kölluðust til forna Land- og
Holta-menn, eða innbúarnir fyrir utan Ytri- Rángá, til
aðgreiníngar frá Rángœingum, eða innbúunum fyrir
austan hana, sem nú kallast Rángvellingar. — Þó þess
væri til getið, að vorþíngið hafi í fyrslu verið haldið
þar, þá er það ólíklegt; bæði var það að þeir, sem voru
mestir höfðíngjar, settu optast vorþíngið í sínu um-
dæmi, en Hofsverjar og Mörður gýgja voru mestir höfð-
íngjar í Rángárþíngi, enda eru búðarústir hjá þíngholti
of fáar, til þess þar væri vorþíngstaður. Þær eru æði-
miklu fleiri á Þíngskálum, og sjást þó ekki allar nú. Eða
þó menn segði að goðinn mundi hafa gjört það þíng-
mönnum sínum til hægðarauka, að halda þíngið á tveim
stöðum, þá vill svo til, að það er hér um bil jafnhœgt
fyrir innbúana utan Rángár, að öllu samanlögðu, að
sækja þíng að Þíngskálum og að Þíngholti, nema hvað
áin er á milli, þegar til Þíngskála skal ríða, og er hún
ekki svo mikið vatn, að menn mundu taka upp tvo
þíngstaði fyrir þær sakir. Þannig verður niðurstaðan:
að vestasti þriðjúngur Rángárþíngs hehr verið milli
Ytri-Rángár og Þjórsár, eins og fyrr var gizkað á. Að
vísu vitamenn ekki fyrir víst, hvarhöfuðhof heíir staðið
í þessum þriðjungi. Þó eru líkur til að það liafi staðið
á Skrokkhól, það er allmikill hóll á heiðinni skammt
fyrir vestan Lúnansholt gilda hæjarleið í suðaustur frá
Þíngholti. Kríngum hann vottar fyrir girðíngu, og á
honum er tópt allmikil, og snýr nálægt frá norðri til
suðurs. í’að eru munnmæli, að jafnvel til skamms líma