Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 96
98
sögu talinn með mestu höfðíngjum. Hann hefir nú
ef til vili fengið með konu sinni hlut í Mosfell-
íngagoðorði, þó er það óvíst, en hvort sem var höfðu
þeir Gissur hvfti og Geir goði goðorðið í það mund,
sem samgoðar. Og þó Hjalti væri af ætt Ölvis barna-
karls, þá er óvíst hann hafl átt hlut í goðorði Hreppa-
og Skeiða-manna, að minsta kosti má sá hluti hafa ver-
ið mjög lítill, því ef mannaforræði ættarinnar heflr ann-
ars verið skipt, þá hefir það mátt berast mjög í sund-
ur; og hvort sem var, hefir Ásgrímur Elliðagrímsson
haft goðorð á hendi í þann tíma, og Bjarni spaki að
líkindum með honum sem samgoði hans. Ásgrímur er
í Kristnisögu talinn með mestu höfðíngjum, jafnframt
þeim Gissuri hvíta og Hjalta, peir hafa pví án efa
liaft sitt goðorð hvor. í’ess eru naumast dæmi að sam-
goðar fleiri en einn, hafi verið taldir mestir höfðíngjar
undir eins, þannig er sleppt Geir goða, Bjarna spaka
og Þorgils orrabeinsfóstra, eins og Hrafni Hængssyni
áður, enda er fremur vantalið en oftalið í höfðíngjatölum.
Nú hefir Ásgrímur því haft goðorð þeirra Öivis afkom-
enda, frænda sinna, (Hreppa- og Skeiða-goðorð), því
Gissur hafði Mosfeilíngagoðorð, og það er ljóst að Þór-
oddur goði hafði í það mund Ölvusmannagoðorð. Það
er því nokkurn veginn séð, að ekki er um annað goð-
orð að gjöra, sem Hjalti geti hafa haft, en Rángvellínga
goðorð. En af þvi hann bjó þar ekki, hafa menn al-
mennt1 ekki hugsað út í þetta, fyrst þess er hvergi
getið beinlínis, má þó kalla að þess sé óbeinlínis get-
ið í Njálu, svo ef Hjalti hefði búið fyrir austan Þjórsá,
mundi engum hafa dottið annað í hug, en að hann hafi
1) f>etta era jafnvel munnmæli í Rángarvallasýslu. Páll al-
þíngismat/ur í Arkvöru hefir aminnsta kosti þekkt þessa hugmynd.