Tímarit - 01.01.1870, Síða 100
102
grannasveit hans yrði aðalumdærni hans. Eptir vin-
sældum Höskuldar Hvítanesgoða er það næstum vafa-
laust að hann hafi fengið svo að segja alla Landeyamenn
í þíng með sér, og Fljótshlíðíngar, frændur hans hafa
»sagt sig úr þíngi frá Merði og í þíng með Höskuldi».
Hvort sem Hvolhreppsmenn liafa metið meira vinsældir
Höskuldar, eða hitt að Mörður bjó nær þeim. Víst má
fullyrða að mestur hluti manna austan frá Markarfljóti
út að Fiská og Eystri-Rángá hafi hnígið undir Höskula.
Aðalumdæmi Marðar hefir þá verið Rángárvellir (eystri)
svo ekki er að undra þó hann yrði að færa saman búð
sína. Haustþíngstaður hins nýjagoðorðs var áHvítanesi.
Í*að örnefni er nú ekki til. En á einum stað utarlega
með Þverá að sunnan verðu er sagt að sjáist fornvirki
nokkur, og halda menn það hafi þar verið.
Á vorþíngstað Rángæínga, Þíngskálum, er nú bær
byggður. Sá maður er Brynjúlfur hét flutti þángað
byggðina frá Víkíngslæk1. Er þar nú tún grætt og
rústir útsléttar. Þó vottar enn fyrir fjölda búðatópta til
og frá um túnið. Gilervið túnið og stóð »blótsteinn«
hjá gilinu, vatn gróf gilsbakkann svo steinninn féll ofan
í, það var skömmu áður en bærinn var byggður. Brynj-
úlfur tók steininn, og færði í bæarvegg, og er hann þar
síðan.
í Árnesþíngi er enginn hægðarleikur að finna þriðj-
úngaskipti. Vilji maður hugsa sér þau eptir landslagi,
lægi einna næst að það yrði á þá leið: að hinn aust-
asti hlutinn hafi verið milli Þjórsár og Hvítár (Ölvusár),
en að Sogið eða Grafníngshálsinn hafi skilið hina vest-
ari. Það sést nú af Landnámu að Iíetilbjörn gamli
1) J>ab var skóœmu eptir aldamótin 1800.