Tímarit - 01.01.1870, Side 102
104
Í’íngvöllum, en þar er líka önnur búð eignuð Geiri goða,
enda mun það hafa verið ýmist, að samgoðar skipuðu
eina búð á alþíngi, eða sína hvor.
Haustþíngstaður Mosfellínga virðist að hafa verið
fyrir austan tún á Mosfelli. !*ar eru fornar rústir á dá-
litlum brekkubjalla. I miðjunni er hríngmynduð tópt
allglögg, líklega lögréttan, en aðrar 4 (eða 5) nokkuð
óglöggvari, eru þar um kríng, og líkjast þær, að því er
séð verður, fornum búðatóptum. Það er sagt að þetta
hafi verið kot og heitið Borgartún, en rústirnar eru
öldúngis ólíkar bæarrústum. Nafnið mun vera dregið
af hinni hríngmynduðu tópt; hafa menn einhvern tíma
ímyndað sér hún væri af fjárborg, en það mun þó ekki
vera, því hún hefði þá verið á all-óhentugum stað. Það
er ekki ólíklegt að búðatóptir hafi áður verið þar fleiri.
Þær geta verið blásnar af.
Nú er ekki beinlínis getið um fleiri landnámsmenn,
sem lekið liafi upp goðorð í Árnessþíngi. Þeir eru
raunar nefndir »goðar» í’orsteinn og í*óroddur, synir
dætra Þormóðar Skapta, en ekki er þess getið hvernig
þeir komust að goðorðum, eða hvar þeir áttu manna-
forráð, nema hvað þess er getið að Þóroddur goði var
»í Ölvusi». Það er samt auðráðið af líkum, að Þor-
móður Skapti og þeir frændur hafa reyst hof að Hofi
í Gnúpverjahreppi, liefir það verið höfuðhof, og fylgt því
vorþíngishelgi Árnessínga. Hafa Hrepparnir og Skeiðin
hnýgið undir þá frændur, og þetta hefir nú verið goð-
orð þorsteins goða. Þess er hvergi getið, hvers son
Þorsteinn var, enn víst hefir faðir hans verið göfug-
menni, hafa þeir lángfeðgar búið í Gröf og haft þar
hof — þar er örnefni, sem heitir »hofin» — þar af má,
ef til vill, ráða að Hrunamannahreppur, hafi í fyrstu