Tímarit - 01.01.1870, Side 105
107
við hofið á Gaulum, og látið blóta þar sín vegna. Lopt-
ur mundi ekki hafa farið utan til að blóta, ef þeir hefði
haft hér hof. Atli hefði líka flutt hofið í Traðarholt,
þegar hann flutti þángað bygðina, ef það hefði verið til
en þar til sjást engin merki. Haustþíng munu þeir
lángfeðgar hafa haldið við eða í þíngdal, hann er nú í
túninu á Stokkseyri, því bærinn hefir á seinni tímum
verið færður undan sjó eins og aðrir bæir þar strand-
lengis, og þá einmitt verið settur á þíngstaðinn, svo
ekki er von að fornvirki sjáist þar, enda hefir þíng-
staðurinn að líkindum lagst af þegar ríki Flóamanna
leið undir lok.
Nú kemur Grímkell goði eins og upp úr miðju
kafi. Hann flyzt úr Borgarfirði í Grafníng, og byggir
þar, reysir hof og tekur upp goðorð, og gjörist höfð-
íngi yfir Grafníngsmönnum, og svo er sagt hann hafi
átt goðorð um Flóa og Ölvus. En það er alveg óskilj-
anlegt að svo mikið ríki skyldi liggja laust fyrir ein-
stökum manni, sem kom úr öðru héraði. Og þó Mos-
fellíngar væri skyldir honum, þá voru þeir þau prúð-
menni að ekki mundu þeir hafa styrkt hann til ójafn-
aðar og yfirgángs, sem það hefði þó verið, efhannhefði
tekið undir sig þau goðorð, sem aðrir voru tilbornir.
Mun Grímkell því ekki hafa átt goðorð nema í Grafn-
íngi. En þegar hann reið »út um Ölvus og austur um
Flóa«, þá hefir hann einmitt verið í liðsbón til höfð-
íngja, en ekkt það hann ætti «goðorð í þeim sveitum
öllum» (Harðars. kap.), þó söguritarinn hafi skilið það
svo. Merkilegt er að þess er getið, að hann fór «út
um Hjalla en austur um Arnarbæli». Þá mun Eyvind-
ur faðir Þórodds hafa búið á Hjalla, en Örn gamli Orms-
son í Arnarbæli, og hafa Þeir báðir verið höfðíngjar