Tímarit - 01.01.1870, Page 108
110
mannvirðíngu í héraðinu. Þórir á Selfossi (o: Selþórir?)
mun hafa dáið í "Þórishóla", þeir eru milli Selfors og
Laugardæla.
f>ess er áður getið að haustþíngstaður Hreppa- og
Skeiða-manna var við Laxárholt og er líklegt að Flóa-
menn hafi sókt það þángað líka þegar alt var orðið að
einu goðorði. Búð Ásgríms Elliðagrímssonar er sýnd
á Þíngvöllum, en engin búð er eignuð Flóamönnum né
Bjarna spaka, svo menn viti, og má ætla að þessir hafl
allir átt búð saman, að fráteknum undantekníngum.
Nú er þá um að gjöra hvort heldur Ölvusmenn eða
Grímkell hafi tekið upp hið þriðja þriðjúngsgoðorðið.
Hvorirtveggja eru líklegir til þess, því hvorirtveggja voru
skörúngmenni. Líklegast er að þeir hafi sameinað sig
um þriðjúngsgoðorðið. Það þótti ef til vill liggja nær
að Grímkell hafi gjörst samgoði Mosfellínga, vina sinna
og frænda, en nærri má geta að Grímkeli hefir þótt
gott að komast í saniband við Ölvusmenn, því úr því
mátti kalla að allir höfðíngjar í Arnessþíngi væri banda-
menn hans, þar sem Elliðagrímur var tengdur Mosfell-
íngum, er ávalt virðast hafa verið Grímkels önnur hönd.
Aptur hefði Grímkell getað búist við því að minna bæri
á sér, ef hann gengi í þriðjúng með Mosfellíngum, því
þeir mundu þó jafnan hafafarið með goðorðið á alþíngi.
En Ölvusmenn hafa skipzt um goðorðið við Grímkel, og
hvorum verið stirkur að öðrum. Það mun iíka hafa
þótt vel fallið að Sogið skipti þriðjúngum. Og fyrir
satt má hafa: að goðorð Grímkels hafi, eptir dauða
hans, lagzt undir Þórodd goða, enda virðist svo sem
Þóroddur hafi þá fyrst hafist til sinnar mestu virðíngar,
er Grímkell var dauður.
Sagt er að fornþíngstaður sé fyrir norðan Arnar-