Tímarit - 01.01.1870, Page 111
113
Og mjög er líklegt að ferjustaður hafl verið við Kol-
viðarhól í Þjórsárdal, meðan dalurinn var bygður. Það
er nálægt Skarfanesi hinu forna, og mundi þaðan hafa
verið flutt. Varla má finna fegri ferjustað enn þar er.
Vað var á Þjórsá skammt fyrir framan Hof. Þá rann
Þjórsá mestöll fyrir sunnan Árnesið, sést þar enn
breiður farvegur og rennur kvísl í. Sér gjörla hinn
forna veg á vellinum frá þíngstaðnum Þíngholti út að
farveginum. Og í Árnesinu, þar sem það er óblásið,
sést gjörla forntroðinn vegur, uppgróinn, sem liggur
vestur eptir. Nú er Árnesið allt blásið að vestanverðu
út að ánni þar sem nún er nú, en fyrir vestan hana
tekur við Gnúpverjahrepps-vegurinn. Þetla vað heflr
heitið Holtavað, og hefir það einmitt verið undir Þíng-
holti sem Flosi «beið Sigfússona og annara sinna
manna». Nálægt því sem þetta vað var, er nú á
dögum oEyarvað», nema hvað það er fyrir ntan
Árnesið. «Hofsvað» heitir skammt fvrir ofan «Búða»,
að því liggur forn vegur, og heflr það einhvern
tíma verið tíðkað, en mun aldrei hafa verið gott,
þó er það enn fært, ef áin er lítil, og hefir Guðmund-
ur bóndi Magnússon á Minna-Hofi eitt sinn farið þar
yfir. Hið alkunna nautavað er sagt að hafi fundist á
dögum Páls byskups, er naut hans struku austur að
Skarði, og fóru þar yfir. Fyrir neðan Minna-Núp halda
sumir að vað hafi verið, og er það ekki ómöguiegt,
þar er áin allbreið, og laut, lík fornum vegi liggur
þángað austur yfir heiðina frá þjóðveginum. I’ó mun
þar nú ill- eða ófært yfir sökum stórgrýtis. Fyrir
neðan Haga (í Gnúpverjahreppi) er Hagavað, það er
nokkuð djúpt, og er nú næstum aflagt, síðan «Krossa-
vað», sem nú heitir Gaukshöfðavað fanst aptur. Það
8