Gangleri - 01.08.1870, Side 6
6
inu upp til efra hluta andrömsloptsins, en við kuldan
J>ar uppi þjettist gufan, og verður að skýjum, og því
næst að regni eða snjó, sem fellur niður á jörðina; en
þar af myndast allir lækir og ár á jörðinni, er aptur
flytja vatnið til sjávar, og er það þannig á einlægri
hringrás fyrir krapt sólarhitans. Það er að eins ein
hreiling vatnsins sem sólarhitinn ekki veldur, en það er
flóð og fjara; þeirri hreifingu veldur aðdráttarafl tungls
og sólar.
Afl hinna lifandi vera á jörðinni á einnig upp-
runa sinn að rekja til Ijóss og hita sólarinnar, Fram
eptir öldunum var mönnum með öllu ókunnugt sain-
bandið milli fæðunnar og hins líkamlega afls, en eptir
að gufuvjelin var fundin, fór það að skýrast fyiir mönn-
um. Guíuvjelin þarf kola að tiltölu eptir því sem
henni er ætlað að vinna, og það er eingöngu við hitan
af kolunum, að afl hennar kviknar. En alveg á sama
hátt kviknar aíl líkamans af fæðunni. Öll fæða er sem
sje samsctt úr eínum sem geta brunnið; við melting-
una uppleysist fæðan, og það er skilið úr, sem óhæfi-
legt er til næringar líkamanum, en hitt sem hæfilegt er,
kemst inn í blóðið; með blóðinu flyzt það til lungnanna,
og þar verður það fyrir áhrifum „Utsins"1 úr andrúms-
loptinu, og breytist við þau áhrif í hin sömu efni, er
það inundi hafa breyzt í, hefði því verið brennt á hlóð-
unum, nl. í kolasýru, vatn og sAmmoniak“2. Þegar nú
svo og svo mikið, af hverju efni sem er, brennur, þá
myndast jafn mikið hitamagn alls, hvort sem það brenn-
ur á skemmri eða lengri tíma, hvort sem það brennur
á hlóðunum eða í lungunum, og því má og finna með
l) cldisins — lifsiojttsins. 2) stœkja