Gangleri - 01.08.1870, Page 25
25
heita allgóður, en á seinni partinum urðu ileiri og þyngri
hörðu árin:
1701 var vetur harður, og vorið kalt. Ilafís kom um
fardaga og lá Iangt fram á sumar. Grasbrestur
var mikill og nýting slæm á heyjum, og sláttur
eigi lengri en 6 vikur. Fiskileysi var þá fyrir
öllu landi. Margar harðindasveitir og útkjálkar
eyddust þá, og það einna helzt í Þingeyjarsýslu,
en þjófuaður og rán gekk fram úr öllu hófi. Ilettu-
sótt gekk þá líka, helzt við sjávarsíðuna, á fólki
því er að mestu leyti lifði á þurrum fiski og
vatni.
1702 var ekki veðrátta hörð, en bjargarskortur hjelzt
við, og mannfallið vcgna undanfarandi harðinda.
1703 kom hafís um vorið, og sumarið var kalt og vætu-
samt.
1705 var vetur hretviðrasamur og harður, vorið hart og
lítill gróður kominn um Jónsmessu; snjóaði þá
opt um hásumarið. Ilafís lá við Norður- og Vest-
urland langt fram á sumar.
1706 gengu miklir landskjálftar, helzt í apríhnánuði; í
Ölvesi lögðust þá í auðn 24 lögbýli og margar
hjáleigur.
1707 gekk mikil bólusótt; hún barst hingað á land með
þeirn atvikum, að klæðnaður af íslenzkum manni,
er dáið hafði úr bólusótt erlendis, var íluttur
hingað og brúkaður hjer ;t sóttin dreifðist brátt út
og gjörðist svo mannskæð, að um 18,000, eða
fullur þriðjungur allra landsmanna er sagt að hali
úr henni dáið, og að það haíi verið hið mann-
vænsta fólk á bezta aldri. Bólusótt þessi hefir