Gangleri - 01.08.1870, Page 27

Gangleri - 01.08.1870, Page 27
27 ið skfir frá krossmessu til Jónsmessu; fyrir aust- an voru harðindi á sjó og landi. 1742. Þann vetur gjörði víða harðan og það helzt norð- anlands, varð þá peningsfellir og þó helzt á Aust- fjörðum. f*á voru svo rnikil frost, að ganga mátti milli eyja yfir Breiðafjörð, og af Iljallasandi varð eigi róið fyrir lagnaðarfsum. Mundu menn þá eigi jafnmikið frost í næstliðna 40 velur, en með miðgóu batnaði og áraði vel upp frá því. Þenna vetur gekk bólusótt, hafði hfin flutzt með hol- lenzku skipi er koin á Norðfjörð eystra. 1743 var harður vetur á Suðurlandi og peningsfellir nokkur. 1745 var vetur mjög harður frá miðþorra og mjög mik- il frost, var þá fullt ineð hafís við Norðurland, og því nær rak hann kring um land allt, mátti þá fara rneð klyfjaða hesta um Eyjafjörð fil Ölafs- fjarðar. Um sumarið var grasbrestur mikill, og varla fór klaki fir jörð um sumarið. 1746 og 47. feir vetrar voru báðir harðir á Suður- og Yesturlandi, svo þar lá við felli. 1749 var harður vetur um allt land svo hestar fjellu, en sauðfjenaður var skorinn af heyjum. 1750 um vorið fyllti með hafís fyrir öllu Norður- og VTesturlandi; urðu þá hin mestu harðindi og bjargarskortur, svo menn skáru pening sjer til bjargar. 1751 hófust enn meiri harðindi, er tóku yfir hin næstu 7 ár og urðu þvf skæðari sem þau vöruðu lengur. Seinni partur vetrar þessa var mjög harður; varð þá fcllir mikill, og kolfellir um Langa-

x

Gangleri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.