Gangleri - 01.08.1870, Side 29
29
var umferð mikil af flökkumönnum, og stuldur og
rán hið mesta. Yetur hinn næsti lagðist að um
Mikaelsmcssu með snjóum og frosti; eldur var J>á
uppi í Kötlagjá.
1756 hjeldu vetrarharðindin áfram frá nýári, helzt fyr-
ir norðan og austan ; rak þá hafís að Norður-
landi á einmánuði og hlánaði aldrei til Kross-
messu; varð nö enn hinn mesti kvikfjárfcllir, en
manníeilir mestur vestra. í’jófnaður og rán var
þá all títt, og hrossakjöt etið um allt land. Pað
sumar láu hafísar við land fram yfir hundadaga
og máttu sakir þeirra Hofsós- og Ilöfða skip snóa
til baka. Á Norðurlandi voru stundum hörkur og
snjór í jólí og ágúst mánuðum og álnar djópur
snjór fjell á Sljettu seint í jólímánuði, og eigi
varð sláttur byrjaður fyrr en í áliðnum ágóst.
1757, vetur sá hinn 7. og seinasti í þessum harðindum,
var í meðallagi, en ógæítasamt og fiskafli lítill;
voru menn þá svo dregnir og aðfram komnir af
undangengnum harðindum, að manndauða gjörði
nó mikinn um allt land af sulti og megurð ; það
ár er sagt að á íslandi hafi dáið 4200, en á
þessum 7 hallærisárum hafi fólkið fækkað um
6200 í landinu.
1761 var vetur harður og stórveðrasamur, vorið kalt og
gróðurlítið; þá tók fjársýkin að dreifast ót af hin-
um spönsku hrótum er fluttir voru hingað sumar-
ið fyrir.
1764 var vctur harður og hríðasamur allt frá október-
mánuði árið fyrir ; þá gekk fjársýkin syðra, en
bólusótt vcstra.