Gangleri - 01.08.1870, Side 30

Gangleri - 01.08.1870, Side 30
30 1770. Undanfarið hafði vcrið góðæri, en vetnr þessi var harður frá nýári, ýmist hörkur og hríð- ar eða blotar, svo jarðleysi varð mikið ; fjell þá mikið af fjenaði manna, helzt á Yesturlandi. Fjár- sýkin gekk þá og var hún þá komin að vestan allt til Yaðlasýslu. 1772 var vetur mjög óstöðugur með frostum og harð- viðrum; urðu þá margir mcnn öti; vorið var kalt og hafísar fyrir norðan land. fetta vor varð pen- ingsfellir á Vesturlandi. 1773 lögðu hafísar að Norðurlandi um vorið, en láu ekki lengi. Þá var hart í Múlasýslum, því gras- brestur var þar sumarið fyrir. Fjársýkin gekk þá ákaflega um Norðurland, en margir þrjózkuðust við að skera niður hinn kláðasjúka fjenað 1780 var vetur harður frá þorralokum; voru menn þá mjög bágstaddir með bjargræði, því kúpeningur var gagnslítill en sauðfje mjög fátt eptir fjársýkina; peningshöld urðu þá ill því vorið var þungt fram á messur; fennti þá bæði fje manna og hrakti í sjó, en nokkrir menn dóu af megurð undir Eyja- fjöllum. 1781 var aptur seinni partur vetrarins mjög harður, og bjargarskortur enn meiri en hinn fyrra vetur; gjörðist þá hrossakjöts át tíðara en nokkurn tíma hafði fyrri verið, síðan kristni var lögtekin. Land- farsótt og magasýki gekk á börnum og gamalmenn- um fyrir óholla fæðu, því við sjóinn voru jetin hrá söi og ýmislegt illæti; varð þá mannfellir mikill við sjóinn vestra og syðra. Sauðfjárfellir varð

x

Gangleri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.