Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 22
24
upp, eru alltaf að segja þeira að þeir sé miklir og menntaðir
menn og allt eins góðir og »hinir«, svo |þeir halda þetta
loksins um sjálfa sig og koma allstaðar fram með óskamm-
feilni og þussaskap: það er árángurinn af þeirra »menntun«.
Hroki og sjálfbyrgíngsskapur er því aðaleðli þessara mann-
flokka, sem menntan heimslífsins hefir af sér getið, og þeir
finnast hvergi nema í borgum og bæjum, þó sjálfsagt hljóti
að kvikna keimur af þeim einnig út um landsbygðina, þar
sem fólkið annars er einfaldara, af því það lifir í einfaldari
hlutfðllum og á við betri kjör að búa.
Sjálfsagt er nokkuð réttvíst í þessu, nokkur hæfa fyrir
þessu skrílslega lífi, því allir hlutir eiga sér sína orsök.
Hlutfallið á milli enna heldri manna og hinna óæðri stétta
er í rauninni mjög óheppilegt í stórborgum. Á Islandi upp
til sveita, og í útlöndum á landsbvgðinni er þó einhverr
jöfnuður á milli húsbænda og hjúa; hjúin eru ekki álitin
svo sem ánauðugir þrælar, heldur sem menn, og þannig var
það og í fornöld, því þó þá væri þrældómur, þá var hann
að sumu leyti varla nema að nafninu til hér á norðurlöndum,
og það þó húsbændur mætti selja þrælana og fara með þá
eins og fé. Allt öðruvísi var þetta hjá Grikkjum og Róm-
verjum: þar voru þrælarnir verri og aumari en dýr, barðir
og stúngnir, bundnir eins og hundar til þess þeir væri við
verk sitt, eða þá þeir voru festir við dyrastafinn til þess að
benda eða láta vita af þegar einhverr kæmi — og margt
annað mætti tefja upp af slíkri meðferð, sem var öldúngis
óþekt á norðurlöndum; og þó að menn kannske ekki geti
fylgt gángi mannlífsins fet fyrir fet, þá sýnist mega gánga
að því vísu, að sá andi, eða það viðmót og sú aðferð sem
heldra borgarfólk hefir við hjú og undirmenn, eigi kyn sitt
að rekja suður eptir, en ekki til sjálfra norðurlanda. En
þetta verður allt með svo miklum tilbreytíngum og vafn-
íngum, að það yrði of lángt að fara fram á það hér. Vér
skulum einúngis taka það fram, að hjú og vinnufólk í borgum
og stórbæjum er nú orðið svo óþolandi skríll að ekki tekur