Gefn - 01.01.1872, Síða 31
33
á heyrnareðli hennar, þá hlyti þessi vera að heyra sólar-
geislana, en hún sæi þá ekki: sólskinið væri ekki til fyrir
henni nema sem hljómur, eða sjöfalt hljóð, þar sem rauði
geislinn væri dimmasta, en fjólublái geislinn hæsta eða
mjósta röddin, eins og hljóðfærisstrengur hljómar því mjórra
sem hann skelfur tíðara, en dimmra eptir því sem hann
skelfur minna; og þetta er hin eiginlega harmonia coelestis
sem Pythagoras hafði óljósa hugmvnd um og framsetti því
ránglega svo sem tilheyrandi himintúnglunum, og sama gerði
jafnvel Kepler miklu seinna. Ljós, hiti og hljóð, eru allt-
saman hræríngar, en hljóðið er fyrir vorum eyrum í loptinu,
ljósið og hitinn þar á móti í »ljósvakanum« (sem raunar er
ónógt orð af því það nær ekki til beggja hugmyndanna).
Hvað þessi »ljósvaki« sé, það veit enginn, enginn hefir séð
hann og hann er ómerkjanlegur og ófinnanlegur öllu mann-
legu eðli; en vér neyðumst til að álíta að hann sé til: vér
neyðumst til að álíta að þetta efni sé til, sem vér köllum
ljósvaka, að það gáugi í gegnum allan heiminn og alla lík-
ami, því annars gæti Ijós og liiti ekki verið til; ljósvakinn
veldur ljósinu og hitanum eins og loptið veldur hljóðinu;
óg eins og vér getum mælt hraða loptbylgjanna af hljóðinu
— það ferllöO fet á sekúndu — eins getumvér afljósinu
komist eptir hraða ljósvakans — hann er 30,000 mílur á
sekúndu — og vér finnum, að hann er allt annað en loptið:
loptið er þúngur líkami, sem vér finnum til (svo sem þegar
hvast er); Ijósvakinn hefir engaþýngd, en hann er í loptinu
og fer í gegnum það eins og vatn í gegnum njarðarvött.
Geislar eru ekki allir sýnilegir: vér sjáum ekki hita-geislana,
en vér finnum til þeirra; þeir verða einnig af skjálfta ljós-
vakans, en skjálfa enn minna en rauði geislinn og svara því
til enn dimmri raddar; þeir eru því en lægstu hljóð ljós-
vakans; þar á móti eru en hæstu hljóðin ekki fjólubláu
geislarnir, lieldur aðrir, einnig ósýnilegir, það eru hinir
»kemisku« geislar, sem hafa efnislega verkan, en hvorki
hita né ljós: það eru einmitt þessir geislar ljósvakans, sem
3