Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 34

Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 34
36 aptur að lopti, þá koma sólblettirnir. A sólinni er því sífelt og ógurlegt eldregn, stormbvljir og eldgos án aöáts, sem ekkert mannlegt ímyndunarafl getur gert sér hugmynd um. J>egar almyrkvi er á sólu, þá sjást eins og glóandi hrafur eða fjöll á yfirborði hennar; hæð þessara »fjalla« hafa menn vel getað reiknað: þau hafa verið yfir 10,000 mílur að hæð, en það merkilegasta er að menn hafa séð þau á svipstundu rísa upp og hníga aptur niður; braði þessarar hreifíngar hefir verið svo ofsalegur, að það verða 3000 mílur á hverri se- kúndu — það má nærri geta, að þetta eru engin veruleg fjöll, einkum þar sem þessar hæðir stundum standa upp í loptið eins og strókar og bogna útá við eða hrynja niður að mönnum ásjáandi. þetta má sjá hvenær sem vill í lit- uðum glerum, en samt ekki nema með sterkum sjóufærum; en það kemur til af því, að ljós þessara hæða er margfaldt daufara en sjálft sólarljósið eða geislahafið í kríngum sólar- hnöttinn -- það eru eldslogar, sein gjósa fram úr sólar- djúpinu, tíu sinnum lengri en þvermælir jarðarinnar; það eru eldmökkvar sem þjóta fram eins og stormvindur, og hrynja aptur niður í sama stað. Að jörð vor hafi verið líkt á sig komin, á meðan hún var að myndast, þykir mjög sennilegt; en því minni sem hnötturinn er, því styttri tíma þarf hann til að þéttast og kólna, svo haun geti orðið bústaður lífsins. J>annig hefir og túnglið verið — eða hverr getur sannað, að túnglið ekki sé legstaður lifandi manna? Æfi og mynd- anartíð þessara hnatta skiptir millíónum ára; og á þessari æfi er nokkurr tími, sem hæfilegur er til lífsins, þegar and- inn dafnar og mennirnir berjast; en tíminn líður og hnött- urinn stirðnar og kólnar, og lífið deyr — hann verður eins og túnglið, sem á hverri nóttu stendur á himninum eins og köld heljarspá um vora eigin jörð. Og þegar vor jörð er orðin eins og túnglið, þegar sólin verður að »jörð« með lifandi og skynsömum verum — hvað lýsir þá þeirri jörð? 2. Rannsóknirnar um uppruna og ættleiðíngu jurtanna og dýranna er hið annað merkilega atriði í skoðan mannanna

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.