Gefn - 01.01.1872, Side 57

Gefn - 01.01.1872, Side 57
59 Til Matthíasar Jochúmssonar 11. November 1871. Skáldvinur frægi með skínandi hjálm! skjómanum veifaðu bjart yfir heiminn! Pagurt er hljóðið, er sýngurðu sálm — sækvikar öldurnar hlusta við eyminn, heptir sig forsinn og hlustar í dal, hlustar og bærist ei fjólan í laut, þegar þú flýgur um saungheima sal, svanurinn getinn við norðurheims skaut. Helstirðnar lífið og hjörtun ei slá, hljóðt verður allt og ei bærist á foldu, er Ijómaudi sprotanum lysturðu á lífið er sefur og dreymir í moldu — við augnablik næsta sú grænkandi grein glymjandi vaknar og sprettur á rós; allt eins og geisli í gagnsæjan stein glampar og kveikir hið heilaga ljós. l>6 heimurinn skjóti þig skuggunum á, skelfurðu ei, þú ert hafinn þar yfir, því sál þín er fegurðar heiminum hjá, þar heilagur blómi í geislanum lifir. Sittu þar lengi og sæll undir vegg með silfraðan streng og með hljómandi mál; gleðinnar saungvar og grátanna hregg glymja við skáldanna hjarta sem stál.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.