Gefn - 01.01.1872, Side 58

Gefn - 01.01.1872, Side 58
60 Til þín. Hjartans yndið besta blítt, björt og fögur lilja! yfir þér skíni árið nýtt allt að þínura vilja! Margur er horfinn böls við ból bleikur skuggi grafar, en fyrir framan eilíf sól unaðgeislum stafar. Margt er liðið, margt var þó munar dregið yndi, sem að veitti fjör og fró í forlaganna vindi. Manstu, þar var svanur og sól, svala lopts á miði, rós í laut og lilja á hól, lauf á grænum viði. Varla fengum við hér þó verið bæði í náðum, hugurinn sem í hjörtum bjó hann var einn í báðum. pegar kuldinn kvelur jörð, kúri eg við þitt hjarta, þá er engin eymdin hörð, ástarsólin bjarta!

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.