Gefn - 01.01.1872, Page 58

Gefn - 01.01.1872, Page 58
60 Til þín. Hjartans yndið besta blítt, björt og fögur lilja! yfir þér skíni árið nýtt allt að þínura vilja! Margur er horfinn böls við ból bleikur skuggi grafar, en fyrir framan eilíf sól unaðgeislum stafar. Margt er liðið, margt var þó munar dregið yndi, sem að veitti fjör og fró í forlaganna vindi. Manstu, þar var svanur og sól, svala lopts á miði, rós í laut og lilja á hól, lauf á grænum viði. Varla fengum við hér þó verið bæði í náðum, hugurinn sem í hjörtum bjó hann var einn í báðum. pegar kuldinn kvelur jörð, kúri eg við þitt hjarta, þá er engin eymdin hörð, ástarsólin bjarta!

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.