Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Side 29
FELLIR OG HARÐRJETTI.
29
J>egar heljarfregnirnar um ástandið og harðrjettið á íslandi
hárust til útlanda, var pegar víða farið að gangast fjrir að safna
gjöfum. I Danmörku stóðu mest fyrir samskotum landshöfðingi
vor, Hilmar Finsen, eptir að hann kom til Hafnar, og H. A.
Clausen, etazráð; var með peim nefnd manna, er stóð fyrir
samskotunum. Gáfu par margir höfðinglega, og má helzt til
nefna konung vorn og drottning hans, 2000 kr., krónprinsinn
og krónprinsessan 1000 kr., margir kaupmenn 500 kr. hver
o. m. fl. Var svo ótrauðlega gengizt fyrir samskotum pessum,
að í októbermánuði námu gjafir í Danmörku nærfelt 150,000
kr. Sumt af pessu fje var sent til íslands til útborgunar í
peningum, en sumt í matvöru og fóðurbirgðum. Komu pá
með póstskipinu í október 2310 tunnur kornmatar, 10 tn. hveiti-
brauðs og 1200 tn. úrsigtis, og auk pess 400 «ballar» af heyi.
Varð petta til mikils styrks; pá var og safnað gjöfum í Svípjóð
og Noregi. í Noregi söfnuðust og voru sendar 6000 kr. írá
Helland, er ferðaðist hjer árið áður, og svo komu 500 kr. frá
Lehmkul kaupmanni í Björgyn, er haft heíir síldarútgjörð við
Austurlandið. Dr. Ph. Schweitzer í Jena safnaði gjöfum í J>ýzka-
landi, og sendi pær Helland um árslokin. Svo var og eitthvað
safnað í Ameríku, en eigi er oss frekara um pað kunnugt.
Af íslenzlrum kaupmönnum gaf stórkaupmaður W. Fischer 1
Keykjavík 5000 kr., er skyldi varið að eins til styrktar Borgar-
fjarðar- og M/rasýslum. Lagði hann svo fyrir, að hver sýslan
skyldi hljóta 1000 kr. virði í matvörum og 1500 kr. í pening-
um, og skyldi sýslunefndin útbýta pví.
Skáldið William Morris og Mag. Eiríkur Magnússon gengust
fyrir samskotunum á Englandi. Var borgarstjórinn í Lund-
únum (Lord Mayor) formaður nefndarinnar. Söfnuðust par
saman á stuttum tíma 4800 pund sterling (86,400 kr.); en
pegar minnst varði var farið að hamast í enskum blöðum á móti
gjöfunum, og barið fram að harðindin, sulturinn og seiran á
íslandi væri bábyljur einar og pvættingur. Rjett 1 pví að
pessi kvittur gaus upp, lagði Eiríkur Magnússon upp með
gjafirnar á gufuskipi frá Englandi, og voru á pví 350 smálestir
(hver smálest [tonj 10 tunnur) matvöru, og nokkuð af heyi.