Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Side 44

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Side 44
44 VÍSINDALEGAR RANNSÓKNIR. hjálpa til pess að ná í pá. |>etta má kallast mikið að gjört á einu sumri af fjelagi, sem eigi heíir meiri fjárráð en fornleifa- fjelagið hefir. Aðalskýrsla um ferðir pessar og uppdrættir af stöðvunum helztu er ætlazt til að komi út í Árbók fjelagsins 1883. Hjer á undan, í stjórnarkafianum, er pess getið, að |>or- valdi Thóroddsen var veittur fjárstyrkur til pess að rannsaka Austurland um sumarið. Fór hann síðast í júni af stað, og rannsakaði fyrst hraun og gíga í Laxárdal og laugarnar í Ljósa- vatnsskarði og Reykjadal. Hraunin í Laxárdalnum hafa í fyrnsku ollið upp um glufur í jarðveginum, og sjást jarðlögin eldri beggja vegna. J>aðan fór hann að Mývatni og kannaði par eldmenjar hinar miklu, einkum Leirhnúk, Bjarnarflag og Krossadal. J>aðan fór hann að Grímstöðum á Fjöllum. J>egar hann fór að kanna landið par um kring, reyndist uppdráttur Bjarnar Gunnlaugssonar mjög ófullkominn um óræfin par efra upp undir Vatnajökul; par eru víða um óræfin tindar, fjall- garðar, ár og vötn, er annaðhvort vanta að fullu og öllu eða standa í rangri afstöðu hvað við annað. J>ar fundust fornlegar bæjarústir, bæði efst í Jökuldal, Laugarvalladal og Hrafnkels- dal; hinn síðastnefndi er eigi rjetturá uppdrættinum. FráBrú á Jökulsdal fór hann austur í Fljótsdalshjerað til að skoða surtarbrandslögin, sem par eru, og síðan paðan yfir Skriðdal til Eskifjarðar. Við Skriðdalinn er fjallaklasi kringum Sandfell úr baulusteini (trachyt), er aldrei hefir verið kannað áður, og eru par mjög margar merkar jarðmyndanir. Á Eskifirði dvaldist Thóroddsen góðan tíma, til pess að kanna silfurbergsnámann í Helgustaðafjalli, og taka uppdrátt af honum og stöðvum hans. Náminn er í gili einu litlu, 270 fet yfir sjávarflöt, og hefir lækur grafið niður að silfurberginu. Námagróíin er 36 fet á breidd og 72 fet á lengd, og er silfurbergið par í lögum innan um blágrýtið. Mestalt er pað ógagnsær rosti en innanum hitt- ast vatnstærir steinar. Eptir áætlun Thóroddsens er allmikið silfurberg enn í námanum, en óvíst er samt, að pað svaraði kostnaði að leggja alúð á að vinna hann. J>aðan fór hann suður með öllum Austfjörðum suður á Álptafjörð, og paðan upp Hofs- dal, yíir Hofsjökul hin eystra pveran, og paðan niður í Víðidal. Jökull pessi er brattur mjög, og yfir 3500 fet á hæð, en góður

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.