Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Side 55

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Side 55
VIÐAUKI. 55 af hvítfiski, og nemur pað nm 80 dollara (310 kr,). Eigi var enn alfriðað í landinu, pó að Páll væri farinn, pví að Jón Bjarnason vildi pá láta flytja burt, en Sigtryggur Jónasson spain fast í móti; vildi hann að menn sæti kyrrir, og reyndi að koma nýlendunni í betra horf, og keypti í pví skyni gufu- hát fyrir 400 dollara, til flutninga á vatninu, og svo til pess að flytja á eldivið upp eptir Bauðá og selja hann í Vinnipeg. Undir nýárið koinu frost mikil og kuldar, en með nýárinu vægði til, og gjörði betra, en pó var vorið (1880) mjög hrak- viðrasamt, og um sumarið voru allar engjar manna huldar vatnsflóði. Flýðu menn nú hópum saman til Dakotah, og reyndust par landkostir hinir heztu: voru par um haustið orðn- ir um 150 landnámsmenn, og von á fleirum, er höfðu numið par land, en voru eigi húnir að taka sjer bólfestu, og margir íslendingar, sem voru á víð og dreif í Ontario, Minnesota og Nowa Scotia fóru pangað eða að minnsta kosti reyndu pað. Heima í Nýja-íslandi var sumarið mjög hágt. Næturfrostin í júní voru svo mikil, að allt jarðeplagras dó út, en í júlí dundu á steypiregn og vatnsflóð, svo að ár lágu á löndum uppi og gras fúnaði undir vatni. Síðan komu aptur frostin í septem- her. Uppskera og heyskapur varð pví afarlítil, og svo hættist pað á, að í september ruku á áköf norðanveður, og ólgaði pá vatnið svo langt á land, að fara varð á hátum milli heykleggj- anna, og spilltust peir mjög við pað. Horfði nú til mestu vandræða með kvikfje og var eigi annað sýnt en pað yrði að drepa pað allt niður. Fiskiafli var heldur góður, en illt að sækja hann; heilsufar var hið bezta. Nú fóru menn fyrir al- vöru að hugsa til að flýja til Hakotah, og hjuggu sig pegar undir pað um haustið, ogseldu kýr sínar til pessað getahorg- að stjórnarlánið góða. Fóru sumir pá pegar um haustið, en flestir hiðu vors. J>á gaus upp sá kvittur, að kolanámi hefði fundizt austan við vatnið, og fóru menn að hugsa um pað mál um hríð, en litlu síðar reyndist pað lýgi. Voru nú flestir eindregn- ir í að fara suður, og herti pað eigi alllítið á mönnum, að 14. nóvember gekk vatnsflóðið svo hátt, að lífsháski varð af húinn, og varð að flýja hús um nætur. Síðan fraus yfir allt saman. Sumarið eptir, 1881, fóru flestir, sem vetlingi gátu valdið, til

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.