Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 11

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 11
FRÍKIRKJUSÖFNUÐRINN í REYÐARFIRBI. 13 ir heldr nein skylda á honum með að hafa eftirlit ineð siðferði fríkirkjumanna. Bæði fríkirkjuprestrinn og aðrir meðlimir frí- safnaðarins eru skyldir að greiða öll lögboðin gjöld til prests og kirkju og til viðrhalds kirkjugarðinum; enn ekki á sóknar- prestrinn heimting á endrgjaldi íyrir aukaverk, sem fríkirkju- prestrinn framkvæmir, par eð pau eru pýðingarlaus. Séu sókn- arpresti gerðar tálmanir í prestsverkum sínum og húsvitjunum, skal hann höfða sakamál gegn hlutaðeigendum samkvæmt 99. gr. hegningarlaganna. V. Félagsskapr. Islendingum hefir aldrei orðið brugðið uin samtök og fé- lagsskap til stórmuna, pví pað má víst með fullu segja, að hvergi ber jafnlítið á slíku, og óvíða er pó meiri pörf á pví enn hér, par sem lítið verðr fengið eða á unnið nema með sam- einuðum kröftum. Með pví að ýmsum pykir sem pjóðvinafé- lagið hafi lagt fyrir óðal sitt upphaflega ætlunarverk, pá tóku nokkrir menn í Beykjavík sig saman um sumarið, og stofnuöu félag sín í milli, og settu pað á laggirnar 12. október. Sömdu peir lög fyrir félag petta og kölluðu pað hið íslenzka pjöðfrels- isfélag. Formaðr félagsins var Jón Olafsson ritstjóri. Tilgangr pess átti að vera sá, „að styðja og efla sjálfsforræði íslands, vekja alpýðu manna til hluttekningar í pjóðmálum, og auka almenna stjórnfræðislega pekkingu landsmanna*; pessum til- gangi vill pað ná með ritgjörðum og ræðum, með pví að halda úti tímariti, og annars á allan löglegan og leyfilegan hátt. Félag petta ætlar sér pannig að koma pví fram og taka upp aftr pann streng, sem pað telr J>jóðvinafélagið hafa látið niðr falla. Ekkert hefir síðan frézt af framkvæmdum pess. Undir árslokin var að byrja að komast á fót í þingeyjar- sýslu pólitiskt frelsisfélag, sem kallaði sig pjóðlið Islendinga; enn par eð pað komst ekki í lag eða fulla reglu fyrri enn með næsta ári, geymum vér fréttum næsta árs að skýra frá pví. Annar félagsskapr, sem er allrar eftirtektar verðr, er bind- indisfélögin. |>egar fyrir nokkrum árum voru bindindisfélög stofnuð í Múlasýslum, mest fyrir ötula framgöngu Magnúsar

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.