Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 31

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 31
HEILSUFAR, SLYSFARIR OG LÁT HELDRA FÓLKS 33 mörku seint í maímánuði. Hann var fæddr á Hvammi í Yatnsdal 1. júlí 1834, og útskrifaðist úr skóla 1854. Hann tók lögfræðispróf við háskólann 1863 roeð annari einkunn. Honum var veitt Barðastrandarsýsla 1865, og hélt hann henni að mestu þangað til hann fekk lausn frá embætti 1879 sakir geðveiki. Kona hans var Sigríðr Sveinbjarnardóttir Egilssonar. Gunnlaugr sýslumaður var duglegr maðr og samvizkusamr, þeg- ar hann gat neytt sín vegna veikinda sinna. Kaupmenn tveir hafa dáið hór á landi. Annar þeirra var Símon Hannesson (Steingrímssonar hiskups) Johnsen; hann dó 2. febrúar, fæddur 22. júní 1848. Hann var ljúfmenni mikið; konsúll Svía stjórnar og Norðmanna hér á landi síðan 1879. Hinn var Jóhann Gottfred Havsteen, bróðir amtmanns Hav- steins sáluga. Hann dó 30. janúar; fæddr 3. marz 1804. Hann verzlaði lengi á Akreyri, og var jafnan vel látinn. Hinn 23. júlí lézt H. P. Duus kaupmaðr, sem lengi hafði rekið verzlun í Keflavík, i Kaupmannahöfn. Hann var vænsti maðr. Einn stúdent íslenzkr, Gísli Guðmundsson, lézt 30. júlí. Hann var fæddr á Bollastöðum í Húnavatnssýslu 12. janúar 1859. Hann gekk skólaveginn, og útskrifaðist með l. einkunn af latínuskólanum 1882. Samsumars sigldi hann til Hafnar á háskólann, og gaf sig þar við þýzku og þýzkum bókmentum. í júlí fór hann skemtiferð til Jótlands, en fór útbyrðis á skip- inu á heimleiðinni. Hann var gáfaðr maðr, enn dulr og þung- lyndr. Einn skólapiltr, Hannes Sveinhjarnarson, dó í Reykja- vík 1. okt. Af öðrum merkum mönnum, er látizt hafa, viljum vér að eins nefna Stefán Eiríksson í Arnarnesi, alþingismann Skaft- fellinga. Hann dó 12. september. Hann var kominn undir sjötugt (f. 'jb 1817). Hann hefir verið á þingi síðan 1859. porleifr porleifsson frá Háeyri stökk fyrir horð á skipi í Kaupmannahöfn 17. okt. og druknaði; hann var um tvítugt. 5. september dó Magnús snikkari pórarinsson úr brjóstveiki á spítala í Edinaborg. Af merkiskonum, er dáið hafa, viljum vér að eins telja: lngileif Benediktsen, 21. janúar, 24 ára gömul, dóttir Brynjólfs PRÉTTIE PRÁ fSLANDI 1884. 3

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.