Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 42

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 42
44 BÓKMENTIR. leifafélagsins fyrir 1883 kom út þetta ár; var í henni löng ritgjörð um Yesttjörðu og ransóknir á stöðvum í Gísla sögu Súrs- sonar, eftir Sigurð fornfræðing, og svo sk/rsla um hag félagsins. í skáldskap og fögrum listum hefir ekki margt komið pað, sem geti talizt pýðingarmikið, nema Kvœði Mattíasar Jochumssonar, prests í Odda. J>ar er safnað saman í eina heild heiztu ljóðum hans frumkveðnum, ásamt nokkrum pýðingum. Útgáfan er vönduð ið ytra, með mynd höfundarins, og mun vera kærkomin peim hinum mörgu, sem unna kveðskap hans. Frið- þjófssaga Tegnérs, pýdd af Matth. Jochumssyni, í endrbættri út- gáfu; sum kvæðin alveg pýdd að nýju. Nokkur önnur kvæðasöfn og rímur voru prentaðar, enn pað var varla svo markvert, að pess sé getandi. J>á voru og prentuð í Reykjavík Sögur og æviutgri eftir Thorfhildi posteinsdóttur Hólm, pá er gaf út skáldsöguna um Brynjólf biskup Sveinsson 1882. Sögur pessar eru 15 að tölu og bera mikið af cBrynjólfi biskupi». Hefir hún ráðið hér betr við efnið, pví að pað var umfangsminna, og ekki bund- ið við sögulega viðburði. Af íslenzkum bókmentum erlendis fara litlar sögur; par hefir komið út 18. bindi af lagasafninu íslenzka; íslemk málfræði á pýzka tungu eftir sænskan prófessor, A. Noreen, góð og vel samin að dómi peirra, er meta kunna. Finnr Jónsson, er nú nokkur ár hefir stundað málvísi við háskólann, gaf út á dönsku fyrir doktorsnafnbót ransóknir um nokkurn hluta af elztu kvæðum Islendinga og Norðmanna (Kritiske studier over en del af de ældste norske og islandske skjaldekvad). Ritgjörð pessi pykir málfræðingum í mörgu góð. XIV. Frá íslendingum í Vestrlieimi. Með peim hefir fátt borið til tíðinda. Árið 1883 komu Is- lendingar í Winnipeg upp blaði, er peir nefndu Leif enn hagrinn af pví varð ekki meiri enn svo, að pað gat ekki staðizt. Undir árslokin fór ritstjóri blaðsins til hinnar ensku stjórnar í Canada og taldi henni að sögn trú um, að Leifr gæti miklu komið til vegar um pað heima á Islandi, að menn færi til Canada. Gat hann svo talið um fyrir stjórninni, að hún lét

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.