Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 14

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 14
16 TÍÐARFAR. úr dögum, og svældu þá margir margra vikna hrakheyi inn í heygarðana: varð það óvíða að skaða, pví að pað var pá orðið svo ónýtt af útilegum, að pað hitnaði ekki til muna, heldr myglaði og fúnaði. Enn í uppsveitunum, par sem nokkru heyi varð áðr náð, fór víða vatn ofan í heyin í görðunum, og stór- skemdust af pví; pó var ekki víða bruni á heyjum, pví að pau voru létt enn kraftlítil, pó að pau væri ekki hrakin til stórmuna; mun pað hafa valdið pví að nokkru, að grasmaðkr var óvana- lega mikill. — TJm réttirnar, nál. 20. september, brá til norðr- áttar um land alt, sem til befir spurzt, með hríðum og snjóum; setti pá niðr snjó mikinn nyrðra og í fjallasveitum syðra, með svo miklu frosti, að ár urðu ófærar fyrir ísskriði. Hélt pví veðrlagi á víxl við stórfeldar sunnanrigningar fram til nóvem- berbyrjunar. I pessum norðanfrostum börðust menn víða syðra við að draga hey sín upp úr flóðunum, og tókst pannig að purka pau nokkurnveginn á endanum og koma peim 1 garða. Frá pessum tíma voru sífeldir umhleypingar syðra til ársloka; setti niðr stundum snjóa mikla, og tók pá upp aftr með sunn- anstórrigningum. Enn í fjallasveituin, Laugardal, ofan til í Biskupstungum, Síðu og víðar, tók aldrei af fyrsta réttasnjóinn, og allar skepnur voru komnar á fulla gjöf mánuð af vetri. Nyrðra féllu pá og snjóar miklir á útsveitum og í Eyjafirði og jþingeyjarsýslu, enn par voru aldrei frost mikil eða harðviðri. Um nýársleytið gerði blota syðra, og snjóaði ofan í, og frysti síðan, og var par svo haglaust fyrir allar skepnur. Hey manna voru bæði lítil og vond víðast syðra; var pví lógað um haustið fjölda af kúm og lömbum; enn par eð par er fjárhirðing ó- vönduð, og menn vanir pví, að fé komist oft af með lítið, sást pað brátt á, að ofmikið var á heyjum, og voru sumir farnir að skera af heyjunum fyrir nýár. Allar skepnur voru horaðar í votiendissveitunum, ullin datt af fótum og kviði á sauðfé, pað fekk lopa á fæturnar, og varð víða að skera kindr á miðju sumri vegna máttleysis af hinum sífelda vatnsaga. |>etta alt: óhagstætt veðrfar, ónýt og lítil hey og megrð skepnmna, studdi alt að peim vandræðum, er síðar komu fram.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.