Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 17

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 17
BJARGRÆÐISVEGIR. 19 anum, og annan mann til, til eintómra jarðabóta. Með því einu móti verðr gagn af því og einhver árangr sést. Ferða- búfræðingar voru fengnir líka sumstaðar, launaðir af landsfé og sýslufé, enn árangr af ferðum þeirra hefir ekki viljað reynast mikill, svo á beri enn. Garðrœkt er mikil sunnanlands, enn nærfelt engin nyrðra; hafa menn reynt hana þar, enn hætt við aftr, og borið fyrir, að það borgaði sig ekki, af því að það brygðist svo opt vegna kulda. Garðávöxtr spratt heldr vel syðra, einkum rófur, enn jarðepli síðr. Sumstaðar kom svo mikill maðkr í garða, að þeir urðu ónýtir. J>á er nú að víkja að hinum aðalatvinnuvegi landsins, sem er rjávarajtinn. Ar þetta var með hinum mestu bágindaár- um í þá átt, og er þar fljótt yfir sögu að fara, að á öllum Faxaflóa og alt vestr til ísafjarðardjúps mátti telja alfiskilaust árið í kring, því að hæstir hlutir suðr með Faxaflóa á vertíð- unum voru uin 200, og mikið af því ýsa og smáseyði, sem glæpist á lóðinni. Nærfelt sama var með öllu vestr- og norðr- landi, því að þó að kynni að afiast í einum eða tveimr róðr- um, var það óðara horfið aftr. Sumstaðar á Austfjörðum var góðr afli um tíma. Syðra var aftr góðr afli austanfjalls, bæði í þorlákshöfn, fyrir Landeyjasandi og einkum á Eyrarbakka. Hlutir voru til jafnaðar 6-8 hundruð tólfræð í |>orlákshöfn, enn til jafnaðar eigi meira enn hálft annað hundrað af því þorskr, enn hitt ýsa. A Eyrarbakka voru jafnaðárhfutir um tíu hundruð tólfræð, enn dæmi til 15 hundraða, enn af þeim hlutum voru að eins 2 hundruð þorskr. Almennr sultr og bjargarbágindi voru með öllum Faxaflóa og öllum sjóplássum, og kvað ekki sízt að því, að þeir, sem fóru í kaupavinnu austr á bóginn, urðu að fara heim vinnulausir aftr á miðju sumri, þegar hætt var að vinna að heyvinnu þar vegna óþerranna. Lax- og silungs- veiði var víðast mjög lítil í ám og vötnum. Frá ýmsum nýjungum, er snerta fiskiveiðarnar við ísland, munum vér skýra betr síðar. J>á er að minnast í fám orðum á verzlunina; hún var í mörgu lieldr óhagstæð þetta ár, og jukust kaupstaðarskuldir 2*

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.