Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 40
42
BÓKMENTIR
á íslenzka tungu, til góðrar leiðbeiningar fyrir hvern pann, er
hefir pann starfa á hendi að ala upp börn, bæði til mentunar,
siðgæðis og menningar. Almanák pess hafði meðferðis myndir
og æfisögur af Cavour og Garibaldi, pjóðhetjunum ítölsku, og
sitt hvað annað.
pá gáfu peir Steingr. Thorsteinsson og Jón Ólafsson út
Álmanak fyrir hvern mann; pað var með æfisögum og mynd-
um af Eiríki Magnússyni, Darwin og Stuart Mill, spekingun-
um ensku, auk ýmislegs annars til fróðleiks eða skemtunar.
1 gudfrœði komu engin stórrit út. Prentuð var Enclr-
lausn Zíons barna, likprédikun eftir Jón biskup Yídalín; hún
er snjöll og áhrifamikil, eins og alt annað eftir hann. Mið-
i■ ihudagaprédikanir á föstunni, eftir biskup Pétr Pétrsson, voru
gefnar út í Reykjavík. pá vorti og prentaðar í priðja sinn
prédikanir hans og hugvekjur og bænalcver. Níutíu kveld-
hugvekjur komu út eftir Jónas Guðmundsson prest á Staðar-
hrauni. Nýjar biflmsögur voru gefnar út; hafði Jóhann por-
steinsson snúið peim úr dönsku eftir biflíusögum Tangs, sem
nú eru notaðar par í flestum skólum. Aftan við pær er stutt
ágrip af kirkjusögunni, og par á meðal kirkjusögu Islands;
með peim fylgir uppdráttr af löndum peim, er helzt koma við
Gyðingasöguna. Fimtíu bœnir. til að lesa á föstunni, komu
út, eftir Sighvat alpingismann Arnason á Eyvindarholti. J>á
má geta um smáritlinga eftir Pál prest Pálsson á jnngmúla,
um kirkjumál; er par reynt að skýra hin helztu atriði í kirkju-
máladeilum p'dm, er nú um hríð hafa verið svo mikið blaða-
mál hér á landi. Stefna peir mest að pví, að skýra aðalparta
guðspjónustunnar, messuklæðin og pýðingu peirra, og hvað sé
leyfilegt og óleyfilegt í frelsishreyfingum peim, er komið hafa
fram á síðari árum hér á landi í kirkjumálum vorum, einkan-
lega á Austrlandi.
Til siðafræði má telja bindindisfræði eftir Magnús Jóns-
son, prest á Laufási. Bók pessi er stýluð af fastri sannfæringu
um pað, að vínið sé banvænt í flestum eða öllum tilfellum,
bæði fyrir sálu og líkama; er par nákvæmlega lýst eðli a'lkóhóls-
ins og verkunum, og síðan nákvæm saga bindindisfélaganna,
bæði alment og svo líka hér á landi.
í læknisfræði kom út Lækningabók handa alþýðu eftir